Lífið

Leikkonan Lewis í tónleikaferð

Leik- og söngkonan Juliette Lewis  ætlar í tónleikaferð um Bretland í næsta mánuði ásamt hljómsveit sinni Juliette and the Licks. Ný stuttskífa sem nefnist Like a Bolt of Lightning er væntanleg 28. mars frá sveitinni en þann 16. maí kemur síðan stór plata sem heitir You´re Speaking My Language. Lewis, sem er best þekkt fyrir hlutverk í myndum á borð við Natural Born Killers og Cape Fear, söng eitt lag á síðustu plötu Prodigy sem hefur notið nokkurra vinsælda.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.