Hrísgrjónapílaf með saffran 11. mars 2005 00:01 Mannfólk hefur að því er virðist alla tíð haft þörf fyrir krydd í tilveruna og saffran er krydd sem hefur verið dýrmætt og eftirsótt frá örófi alda. Þessir dularfullu, fagurrauðu þræðir eru þurrkaðar frævur saffranplöntunnar. Nú á tímum eru frævur plöntunnar ennþá handtíndar á sama máta og gert var fyrir þúsundum ára. Úr 75.000 plöntum fæst 1/2 kíló af saffrani. Fornar heimildir eru til um neyslu saffrans hjá Grikkjum, Rómverjum og Egyptum. Þeir notuðu kryddið vegna sterks litar þess, höfugrar angan, sérstaks bragðs, ætlaðs lækningarmáttar, og örugglega ekki hvað síst vegna orðspors þess sem ástarvaka. Hér er fljótlegur réttur fyrir þá sem vilja reyna forn vísindi á föstudagskvöldi.250 g hrísgrjón400 ml fisk- eða grænmetissoð (úr teningi)100 g smjörsalt1 msk. möndlur (hýðislausar)1 msk. pistasíu kjarnar3 msk. frosnar grænar baunirSaffran (nokkrir þræðir)200 g útvatnaður saltfiskur Hellið sjóðandi vatni yfir hrísgrjónin og látið þau standa þar til vatnið hefur kólnað og sigtið þá vatnið frá. Á meðan hrísgrjónin liggja í bleyti útbúið þá soð úr teningi og hellið um leið örlitlu heitu vatni yfir saffranþræðina. Skerið saltfiskinn í tætlur. Bræðið smjörið á pönnu og steikið hrísgrjónin í því nokkra stund. Hrærið vel í á meðan. Bætið því næst soði, saffrani (ásamt vökvanum), möndlum, baunum og saltfiski út í. Látið suðuna koma upp, saltið ögn, og eldið yfir lágum hita í um 10 mínútur. Bætið þá pistasíuhnetunum út í. Takið pönnuna af hitanum, setjið lok á og vefjið stykki um pönnuna til þéttingar. Látið standa í 20 til 30 mínútur. Berið fram með góðu brauði og grænu salati. Heilsa Matur Uppskriftir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira
Mannfólk hefur að því er virðist alla tíð haft þörf fyrir krydd í tilveruna og saffran er krydd sem hefur verið dýrmætt og eftirsótt frá örófi alda. Þessir dularfullu, fagurrauðu þræðir eru þurrkaðar frævur saffranplöntunnar. Nú á tímum eru frævur plöntunnar ennþá handtíndar á sama máta og gert var fyrir þúsundum ára. Úr 75.000 plöntum fæst 1/2 kíló af saffrani. Fornar heimildir eru til um neyslu saffrans hjá Grikkjum, Rómverjum og Egyptum. Þeir notuðu kryddið vegna sterks litar þess, höfugrar angan, sérstaks bragðs, ætlaðs lækningarmáttar, og örugglega ekki hvað síst vegna orðspors þess sem ástarvaka. Hér er fljótlegur réttur fyrir þá sem vilja reyna forn vísindi á föstudagskvöldi.250 g hrísgrjón400 ml fisk- eða grænmetissoð (úr teningi)100 g smjörsalt1 msk. möndlur (hýðislausar)1 msk. pistasíu kjarnar3 msk. frosnar grænar baunirSaffran (nokkrir þræðir)200 g útvatnaður saltfiskur Hellið sjóðandi vatni yfir hrísgrjónin og látið þau standa þar til vatnið hefur kólnað og sigtið þá vatnið frá. Á meðan hrísgrjónin liggja í bleyti útbúið þá soð úr teningi og hellið um leið örlitlu heitu vatni yfir saffranþræðina. Skerið saltfiskinn í tætlur. Bræðið smjörið á pönnu og steikið hrísgrjónin í því nokkra stund. Hrærið vel í á meðan. Bætið því næst soði, saffrani (ásamt vökvanum), möndlum, baunum og saltfiski út í. Látið suðuna koma upp, saltið ögn, og eldið yfir lágum hita í um 10 mínútur. Bætið þá pistasíuhnetunum út í. Takið pönnuna af hitanum, setjið lok á og vefjið stykki um pönnuna til þéttingar. Látið standa í 20 til 30 mínútur. Berið fram með góðu brauði og grænu salati.
Heilsa Matur Uppskriftir Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Skrímslaævintýri á Álftanesi varð að blómstrandi fjölskyldufyrirtæki Lífið samstarf Spennandi breytingar í GK Reykjavík – verslunin flutt í Evu Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Hryllilega girnilegar hrekkjavökukræsingar Dúnmjúk skinkuhorn með æðislegri fyllingu Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Bragðgott quesadilla á einni plötu Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Sjá meira