Lífið

Fer með einleik úr Píkusögum

Það verður veigamikil dagskrá í Íslensku Óperunni á morgun þegar V-Dagurinn haldinn. Meðal annars munu þær Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona fara með einleik úr Píkusögum. "Ég er mjög ánægð með að fá að taka þátt í þessu því mér finnst málstaðurinn vera mjög góður. V-Dags samtökin einbeita sér að því að berjast gegn ofbeldi á konum sem er mjög þarft málefni. Það er mikilvægt að tala um svona hluti og afhjúpa þessa leynd sem hefur verið í kringum mál af þessu tagi," segir Ingibjörg. Að sögn Ingibjargar sá hún Píkusögur þegar þær voru sýndar í Borgarleikhúsinu á sínum tíma. "Mér fannst verkið mjög gott og það sem er virkilega gott við það er að þarna tala konurnar mun opinskárra um þessa hluti en vaninn er. Það sem ég tók eftir var að verkið minnti mig á umræðu sem ég tók þátt í fyrir um 25 árum í aðdraganda stofnun Kvennalistans. Þá var kynferðislegt ofbeldi mikið í umræðunni og ég áttaði mig á því hversu lítið hefur breyst á þeim tíma. Ég lít því á þátttöku mína í þessari dagskrá sem baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi sem því miður hefur farið vaxandi í gegnum árin frekar en hitt. Það er hægt að taka á ofbeldinu með ýmsum hætti og þetta er ein leiðin."





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.