Lífið

Var alltaf mikil strákastelpa

"Ég hef haft áhuga á tækjum og vélum síðan ég man eftir mér," segir Vilborg Daníelsdóttir 28 ára vörubílstjóri á Akureyri. Vilborg, eða Villa eins og hún er kölluð, hefur keyrt stóra vörubíla síðast liðin fimm árin. Nú starfar hún þó á skrifstofu enda skrifuð inn á fæðingadeild í apríl. "Það er enginn sérstakur áhugi fyrir vélum í fjölskyldunni, nema ég á eina frænku sem keyrir rútu. Ég hef alltaf verið svolítil strákastelpa, hef verið að keppa á vélsleðum og verið í öðru strákasporti," segir Villa en bætir við að þar sem nú styttist í fæðinguna hafi hún gaman af því að prófa skrifstofustarfið líka. "Ég get náttúrulega ekki setið undir stýrinu með bumbuna út í loftið en um leið og barnið verður fætt verð ég mætt aftur undir stýri. Eins hef ég nánast kúplað mig út úr vélsleðunum þar sem ég er farin að sinna fjölskyldunni. Vinnan og börnin eru númeri eitt hjá mér núna." Hún segist þó vera dugleg að hitta vinkonur sínar og hitti þær gjarnan í saumaklúbbum. "Ég get alveg verið gamaldags í mér og kann bæði að prjóna og hekla. Vinkonurnar hafa alveg áhuga á að tala um vélar og bíla og hafa fullan skilning á þessu hjá mér. Ég þekki líka mikið af strákum sem ég get rætt við enda hefur maður eignast marga félaga þegar maður er á ferðinni." Lestu meira í Magasíni sem fylgir DV í dag





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.