Lífið

Hemmi Gunn aftur á skjáinn

Hinn landskunni skemmtikraftur og gleðigjafi Hemmi Gunn mun snúa aftur í sjónvarpið með nýjan spurninga- og tónlistarþátt sem verður frumsýndur á Stöð 2 í lok mánaðarins. Þátturinn hefur hlotið heitið Það var lagið en sambærilegir þættir eru sýndir í 39 öðrum löndum. Hemmi segir að lýsa megi þættinum sem tónlistargetraunarskemmtiþætti. Þarna verði byggt á líflegum áhorfendum enda verði þeir margir í hverjum þætti. Allir heima í stofu geti sungið með í þættinum því tónlistin sé mikil en þarna muni bæði leikarar og söngvarar og aðrar þjóðþekktar manneskjur vera með. Tveir píanóleikarar verða Hemma til halds og trausts og keppendur raða sér á þá. Auk þess verður heil hljómsveit í þættinum og Hemmi segir að þetta verði líf og fjör. Tvö lið eigast við í hverjum þætti en Jón Ólafsson sér um lagaval og spurningar. Hemmi segir þáttinn allt öðruvísi en Á tali hjá Hemma Gunn, þáttur sem hann stýrði í mörg í sjónvarpi við miklar vinsældir. Hann segist búinn að reyna nánast allt í útvarpi og sjónvarpi og hann hafi ekki verið á þeim buxunum að halda áfram með skemmtiþáttagerð en þegar honum hafi verið boðið að stjórna þættinum hafi hann ekki getað neitað. Hann telji sig vel í stakk búinn til að nýta gömlu reynsluna og hugsanlega sé nýr Hemmi á leiðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.