Lífið

Eastwood kom, sá og sigraði

Gamla kempan Clint Eastwood kom, sá og sigraði á Óskarsverðlaunahátíðinni síðastliðna nótt, en mynd hans Million Dollar Baby vann til fernra verðlauna, þar með talin verðlaun sem besta myndin. Million Dollar Baby var tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna og fékk fern. Hún var valin besta myndin, Eastwood besti leikstjórinn, Hillary Swank besta leikkona í aðalhlutverki og Morgan Freeman sem besti leikari í aukahlutverki. Besti karlleikari í aðalhlutverki var Jamie Foxx fyrir túlkun sína á Ray Charles. Vonbrigði kvöldsins voru í herbúðum Martins Scorseses. Kvikmynd hans, The Aviator, um ævi milljarðamæringsins Howards Hughes fékk sjö tilnefningar, bæði sem besta myndin og fyrir bestu leikstjórnina. En Clint Eastwood valtaði yfir hann í báðum flokkum. TheAviator fékk að vísu fimm Óskarsverðlaun en þau voru í frekar smávægilegum greinum. Clint Eastwood, sem er 74 ára gamall, er elsti leikstjóri sem fengið hefur verðlaunin fyrir besta leikstjórn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.