Seðlabankinn og gengi dollarans 28. febrúar 2005 00:01 Gengismál - Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður Fyrir nokkrum dögum hækkaði Seðlabanki Íslands svokallaða stýrivexti sína í 8,75% úr 8,25%. Ef svona háir stýrivextir væru settir á í dag af Seðlabanka Bandaríkjanna myndi efnahagskerfi þeirra líklega hrynja. Ekkert minna. Seðlabankar Evrópu eru margir með um 2% stýrivexti á evrunni og telja mikla hækkun óráðlega. Dettur það ekki í hug. Við erum því aleinir í hópi siðaðra þjóða með 8,75% stýrivexti þegar flestir aðrir láta sér nægja um 2%, bæði örlítið minna eða örlítið meira. Okkur var sagt á síðasta ári að Seðlabanki Íslands myndi hækka stýrivexti mjög verulega vegna áhrifa frá Kárahnjúkum. Draga yrði úr framkvæmdum Íslendinga í bili, sem færu þá sjálfir í vinnu við Kárahnjúka. Einnig myndu háir stýrivextir soga til sín peningaþenslu og peningaflóð frá Kárahnjúkum. Stoppa þannig ofþenslu sem svo aldrei kom. Kárahjúkar hafa lítil sem engin áhrif á hagkerfi okkar. Nýju húsnæðislánin hafa á hinn bóginn risavaxin áhrif í dag á hagkerfið með nægum ódýrum lánum með 4,15% vöxtum. Öll þessi nýju ódýru lán ganga þvert á ofurháa stýrivexti Seðlabanka sem áttu að stoppa framkvæmdir Íslendinga og reka þá í vinnu við Kárahnjúka. Raunar hefur óvænt komið í ljós að Kárahnjúkar eru að mestu utan við okkar daglega íslenzka hagkerfi. Vinnuaflið við Kárahnjúka er meira og meira Kínverjar og blöðin segja okkur að 1.000 nýir Pólverjar verði fengnir frá Póllandi til að byggja álverið á Reyðarfirði. Aðföng, efni og vinnuafl kemur því beint frá útlöndum að mestu. Hefur lítil áhrif hér á hagkerfi okkar. Háir stýrivextir koma því Kárahnjúkum ekkert við. Þurftu ekki að hækka vegna Kárahnjúka. Það reyndist blekking eða mistök. Raunar sagði Greiningardeild LÍ þessa dagana að áhrif þessarar nýju 0,5% hækkunar stýrivaxta Seðlabanka yrðu enn ódýrari dollari en þessi í dag á um 63 krónur. Dollarinn yrði núna enn ódýrari en 63 krónur. Ekki var talað einu orði um Kárahnjúka. Þeir eru gleymdir vegna háu stýrivaxtanna. Fyrir nokkrum árum kom hér þekktur bandarískur hagfræðingur á vegum Seðlabankans. Hann átti að ráðleggja okkur og gerði. Ástandið var svipað og í dag. Nokkur þensla með falinni verðbólgu og of ódýrum og rangt skráðum dollara sem var haldið föstum með opinberu gengi og hafður of ódýr til að þrýsta verðbólgunni hér innanlands niður og fela hana. Ódýr dollari falsaði verðbólguna. Þessi þekkti bandaríski hagfræðingur benti á í opinberum viðtölum ef rétt er munað að viss heiðarleiki og viðurkenning á sannleika og staðreyndum yrði að vera í hagfræði ef vel ætti að ganga í efnahagsmálum. Ísland væri ekki undantekning. Ef hér væri 10% falin verðbólga bæri að viðurkenna þá staðreynd og lofa henni að hækka opinberlega. "Efnahagskerfið ætti að þola það vel," sagði hann. Svo mætti ekki falsa gengi dollarans eins og gert var þá. Hann yrði að vera frjáls á markaði enda var losað um fasta opinbera gengi dollarans á þessum árum. Ef þessi ágætu og sönnu heilræði hagfræðingsins eru færð til dagsins í dag ætti að lofa 10% falinni verðbólgu í dag að koma fram og verða opinber. Lánskjaravísitalan myndi þá hækka um 10% og stoppa hækkanir íbúða. Ef Seðlabankinn hætti í dag að falsa gengi dollara með stýrivöxtum sínum, hafa verð hans tilbúið og falsað á 63 krónur og setti hann í þess stað á frjálsan markað, óháðan allt of háum stýrivöxtum Seðlabankans, myndi verð hans hækka og fara fljótt í svona um 75 krónur. Verða rétt markaðsverð. Útgerðin segist tapa á 63 króna dollara árlega í dag 20 milljörðum á ársgrundvelli. Með 75 krónu dollara myndi þetta tap útgerðarinnar réttast af en á því er brýn þörf. Einnig myndi draga úr miklum viðskiptahalla við útlönd en hann er of mikill og skapar skuldasöfnun erlendis sem enginn getur endurgreitt eða ráðið við. Við eigum að gera eins og bandaríski hagfræðingurinn sagði. Viðurkenna staðreyndir í efnahagsmálum og lofa frjálsum, óháðum markaði að ráða, líka verði gjaldeyris og dollarans. Hann myndi hækka í um 75 krónur sem er rétt gengi. Ef við gerðum það myndi Seðlabanki Íslands hætta að falsa verð á gjaldeyri með 8,75% stýrivöxtum og setja með því t.d. næstum alla útgerð á Íslandi á endanum á hausinn með 20 miljarða árlegu tapi í dag. Niðurstaðan af öllu þessu er því sú að Seðlabankinn á að lækka aftur stýrivexti sína verulega og yfirgefa sín verðbólgumarkmið. Þau eru hvort sem er vonlaus enda verðbólgan í dag hækkandi. Látum frjálsa markaðinn ráða. Það er hollast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson Skoðun Halldór 20.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Gengismál - Lúðvík Gizurarson hæstaréttarlögmaður Fyrir nokkrum dögum hækkaði Seðlabanki Íslands svokallaða stýrivexti sína í 8,75% úr 8,25%. Ef svona háir stýrivextir væru settir á í dag af Seðlabanka Bandaríkjanna myndi efnahagskerfi þeirra líklega hrynja. Ekkert minna. Seðlabankar Evrópu eru margir með um 2% stýrivexti á evrunni og telja mikla hækkun óráðlega. Dettur það ekki í hug. Við erum því aleinir í hópi siðaðra þjóða með 8,75% stýrivexti þegar flestir aðrir láta sér nægja um 2%, bæði örlítið minna eða örlítið meira. Okkur var sagt á síðasta ári að Seðlabanki Íslands myndi hækka stýrivexti mjög verulega vegna áhrifa frá Kárahnjúkum. Draga yrði úr framkvæmdum Íslendinga í bili, sem færu þá sjálfir í vinnu við Kárahnjúka. Einnig myndu háir stýrivextir soga til sín peningaþenslu og peningaflóð frá Kárahnjúkum. Stoppa þannig ofþenslu sem svo aldrei kom. Kárahjúkar hafa lítil sem engin áhrif á hagkerfi okkar. Nýju húsnæðislánin hafa á hinn bóginn risavaxin áhrif í dag á hagkerfið með nægum ódýrum lánum með 4,15% vöxtum. Öll þessi nýju ódýru lán ganga þvert á ofurháa stýrivexti Seðlabanka sem áttu að stoppa framkvæmdir Íslendinga og reka þá í vinnu við Kárahnjúka. Raunar hefur óvænt komið í ljós að Kárahnjúkar eru að mestu utan við okkar daglega íslenzka hagkerfi. Vinnuaflið við Kárahnjúka er meira og meira Kínverjar og blöðin segja okkur að 1.000 nýir Pólverjar verði fengnir frá Póllandi til að byggja álverið á Reyðarfirði. Aðföng, efni og vinnuafl kemur því beint frá útlöndum að mestu. Hefur lítil áhrif hér á hagkerfi okkar. Háir stýrivextir koma því Kárahnjúkum ekkert við. Þurftu ekki að hækka vegna Kárahnjúka. Það reyndist blekking eða mistök. Raunar sagði Greiningardeild LÍ þessa dagana að áhrif þessarar nýju 0,5% hækkunar stýrivaxta Seðlabanka yrðu enn ódýrari dollari en þessi í dag á um 63 krónur. Dollarinn yrði núna enn ódýrari en 63 krónur. Ekki var talað einu orði um Kárahnjúka. Þeir eru gleymdir vegna háu stýrivaxtanna. Fyrir nokkrum árum kom hér þekktur bandarískur hagfræðingur á vegum Seðlabankans. Hann átti að ráðleggja okkur og gerði. Ástandið var svipað og í dag. Nokkur þensla með falinni verðbólgu og of ódýrum og rangt skráðum dollara sem var haldið föstum með opinberu gengi og hafður of ódýr til að þrýsta verðbólgunni hér innanlands niður og fela hana. Ódýr dollari falsaði verðbólguna. Þessi þekkti bandaríski hagfræðingur benti á í opinberum viðtölum ef rétt er munað að viss heiðarleiki og viðurkenning á sannleika og staðreyndum yrði að vera í hagfræði ef vel ætti að ganga í efnahagsmálum. Ísland væri ekki undantekning. Ef hér væri 10% falin verðbólga bæri að viðurkenna þá staðreynd og lofa henni að hækka opinberlega. "Efnahagskerfið ætti að þola það vel," sagði hann. Svo mætti ekki falsa gengi dollarans eins og gert var þá. Hann yrði að vera frjáls á markaði enda var losað um fasta opinbera gengi dollarans á þessum árum. Ef þessi ágætu og sönnu heilræði hagfræðingsins eru færð til dagsins í dag ætti að lofa 10% falinni verðbólgu í dag að koma fram og verða opinber. Lánskjaravísitalan myndi þá hækka um 10% og stoppa hækkanir íbúða. Ef Seðlabankinn hætti í dag að falsa gengi dollara með stýrivöxtum sínum, hafa verð hans tilbúið og falsað á 63 krónur og setti hann í þess stað á frjálsan markað, óháðan allt of háum stýrivöxtum Seðlabankans, myndi verð hans hækka og fara fljótt í svona um 75 krónur. Verða rétt markaðsverð. Útgerðin segist tapa á 63 króna dollara árlega í dag 20 milljörðum á ársgrundvelli. Með 75 krónu dollara myndi þetta tap útgerðarinnar réttast af en á því er brýn þörf. Einnig myndi draga úr miklum viðskiptahalla við útlönd en hann er of mikill og skapar skuldasöfnun erlendis sem enginn getur endurgreitt eða ráðið við. Við eigum að gera eins og bandaríski hagfræðingurinn sagði. Viðurkenna staðreyndir í efnahagsmálum og lofa frjálsum, óháðum markaði að ráða, líka verði gjaldeyris og dollarans. Hann myndi hækka í um 75 krónur sem er rétt gengi. Ef við gerðum það myndi Seðlabanki Íslands hætta að falsa verð á gjaldeyri með 8,75% stýrivöxtum og setja með því t.d. næstum alla útgerð á Íslandi á endanum á hausinn með 20 miljarða árlegu tapi í dag. Niðurstaðan af öllu þessu er því sú að Seðlabankinn á að lækka aftur stýrivexti sína verulega og yfirgefa sín verðbólgumarkmið. Þau eru hvort sem er vonlaus enda verðbólgan í dag hækkandi. Látum frjálsa markaðinn ráða. Það er hollast.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar