Lífið

Million Dollar Baby best

Kvikmynd Clints Eastwoods, Million Dollar Baby, var í nótt valin besta kvikmynd ársins á Óskarsverðlaunahátíðinni í Los Angeles. Myndin hlaut fern verðlaun og var óumdeildur sigurvegari kvöldsins. Sjálfur vann Eastwood til verðlauna sem besti leikstjórinn og Hillary Swank, sem lék aðalhlutverkið í myndinni, var valin besta leikkonan. Þá hlaut Morgan Freeman verðlaun sem besti leikari í aukahlutverki fyrir leik sinn í myndinni. Jamie Foxx var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á Ray Charles í myndinni Ray. Kvikmyndin Aviator hlaut hins vegar flest verðlaun eða fimm talsins, meðal annars fyrir bestu listrænu stjórnunina, bestu búningana og bestu klippinguna. Þá var Kate Blanchett einnig valin besta leikkonan í aukahlutverki fyrir túlkun sína á Katherine Hepburn í sömu mynd.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.