Lífið

Hafa verið gift í átta mánuði

Jennifer Lopez hefur loksins viðurkennt hjónaband sitt og söngvarans Marc Anthonys, átta mánuðum eftir að parið gekk í hjónaband. Að sögn Lopez fór giftingin fram í júní, fimm mánuðum eftir sambandsslit hennar og Bens Afflecks. Hún segist þó hafa lært af því sambandi. "Ég tek það á mína ábyrgð að ég lagaði mig ekki að hlutunum. Núna er ég mun varkárari og ferðast á milli staða á vissan hátt. Ég hef lært af reynslunni," segir Lopez.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.