Rök með reykbanni 25. febrúar 2005 00:01 Reykingar - Guðjón Bergmann Kannski kemur það engum á óvart að ég styðji reykbann á öllum veitinga- og skemmtistöðum. Vegna umræðunnar síðustu daga vil ég leggja lóð mín á vogarskálarnar málinu til stuðnings. Lítill hópur fjölmiðlamanna hefur kastað rýrð á frumvarpið með tali um ofbeldi og forræðishyggju. Ég er fyrrverandi reykingamaður, fyrrverandi fíkill. Í hvert skipti sem talað var um skaðsemi reykinga meðan ég reykti brást ég hinn versti við. Ég varði fíkn mína. Hið sama gera margir reykingamenn í dag. Því finnst mér mikilvægt að í allri opinberri umræðu komi fram hvort viðmælendur og fjölmiðlamenn reyki eður ei. Rökin með reykbanni eru sterk og það vita þeir sem á móti því berjast. Þeir berjast í raun fyrir réttinum til að skaða sjálfa sig og aðra. Reykingabann á öllum stöðum þar sem almenningi er veitt þjónusta er jafn sjálfsögð og bann við notkun asbests í milliveggjum, bann við innflutningi á ákveðnum vítamínum og náttúruafurðum vegna mögulegrar skaðsemi, bann við ákveðnum litarefnum og rotvarnarefnum í mat, bann við opnum skólplögnum og bann við annarri eiturefnanotkun á almenningsstöðum. Á Íslandi eru lög um heilbrigðiseftirlit, byggingareftirlit og samkeppniseftirlit svo eitthvað sé nefnt. Ekki halda að veitingamönnum sé frjálst að gera það sem þeim sýnist. Reykingabann býr mögulega til skammtímaniðursveiflu í viðskiptum veitingahúsa en í New York hafa viðskiptin aukist um 6% frá því að reykingabann var sett á. Hér á landi fer nánast eitt veitingahús á hausinn hvern dag. Getur verið að reykingar inni á stöðunum hafi eitthvað með það að gera? Veitingamenn hafa haft nægan tíma til þess að verða við lögum um aðskilin rými fyrir reyk og reykleysi. Ef fleiri veitingamenn hefðu farið að þeim lögum stæðum við kannski ekki frammi fyrir banni af þessu tagi. Vestræn upplýst hugsun færist meira í átt að reyklausu umhverfi. Með því að draga úr óbeinum reykingum og fækka þeim stöðum þar sem óharðnaðir unglingar geta hafið sína tóbaksneyslu hefur mikill sigur unnist í tóbaksvörnum síðustu árin. Við megum ekki slá slöku við. Boð og bönn hafa haft veruleg áhrif. Þótt að tóbak sé lögleg vara skaltu ekki halda að hún lúti sömu lögmálum og aðrar vörur. Tóbak er löglegt fyrir mistök sem virðist erfitt að leiðrétta. Tóbak yrði aldrei leyft ef það kæmi á markaðinn sem neysluvara í dag. Rökin eru fleiri en ég læt þetta duga í bili og vona að fleiri úr hinum þögla meirihluta láti í sér heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Reykingar - Guðjón Bergmann Kannski kemur það engum á óvart að ég styðji reykbann á öllum veitinga- og skemmtistöðum. Vegna umræðunnar síðustu daga vil ég leggja lóð mín á vogarskálarnar málinu til stuðnings. Lítill hópur fjölmiðlamanna hefur kastað rýrð á frumvarpið með tali um ofbeldi og forræðishyggju. Ég er fyrrverandi reykingamaður, fyrrverandi fíkill. Í hvert skipti sem talað var um skaðsemi reykinga meðan ég reykti brást ég hinn versti við. Ég varði fíkn mína. Hið sama gera margir reykingamenn í dag. Því finnst mér mikilvægt að í allri opinberri umræðu komi fram hvort viðmælendur og fjölmiðlamenn reyki eður ei. Rökin með reykbanni eru sterk og það vita þeir sem á móti því berjast. Þeir berjast í raun fyrir réttinum til að skaða sjálfa sig og aðra. Reykingabann á öllum stöðum þar sem almenningi er veitt þjónusta er jafn sjálfsögð og bann við notkun asbests í milliveggjum, bann við innflutningi á ákveðnum vítamínum og náttúruafurðum vegna mögulegrar skaðsemi, bann við ákveðnum litarefnum og rotvarnarefnum í mat, bann við opnum skólplögnum og bann við annarri eiturefnanotkun á almenningsstöðum. Á Íslandi eru lög um heilbrigðiseftirlit, byggingareftirlit og samkeppniseftirlit svo eitthvað sé nefnt. Ekki halda að veitingamönnum sé frjálst að gera það sem þeim sýnist. Reykingabann býr mögulega til skammtímaniðursveiflu í viðskiptum veitingahúsa en í New York hafa viðskiptin aukist um 6% frá því að reykingabann var sett á. Hér á landi fer nánast eitt veitingahús á hausinn hvern dag. Getur verið að reykingar inni á stöðunum hafi eitthvað með það að gera? Veitingamenn hafa haft nægan tíma til þess að verða við lögum um aðskilin rými fyrir reyk og reykleysi. Ef fleiri veitingamenn hefðu farið að þeim lögum stæðum við kannski ekki frammi fyrir banni af þessu tagi. Vestræn upplýst hugsun færist meira í átt að reyklausu umhverfi. Með því að draga úr óbeinum reykingum og fækka þeim stöðum þar sem óharðnaðir unglingar geta hafið sína tóbaksneyslu hefur mikill sigur unnist í tóbaksvörnum síðustu árin. Við megum ekki slá slöku við. Boð og bönn hafa haft veruleg áhrif. Þótt að tóbak sé lögleg vara skaltu ekki halda að hún lúti sömu lögmálum og aðrar vörur. Tóbak er löglegt fyrir mistök sem virðist erfitt að leiðrétta. Tóbak yrði aldrei leyft ef það kæmi á markaðinn sem neysluvara í dag. Rökin eru fleiri en ég læt þetta duga í bili og vona að fleiri úr hinum þögla meirihluta láti í sér heyra.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun