Rök með reykbanni 25. febrúar 2005 00:01 Reykingar - Guðjón Bergmann Kannski kemur það engum á óvart að ég styðji reykbann á öllum veitinga- og skemmtistöðum. Vegna umræðunnar síðustu daga vil ég leggja lóð mín á vogarskálarnar málinu til stuðnings. Lítill hópur fjölmiðlamanna hefur kastað rýrð á frumvarpið með tali um ofbeldi og forræðishyggju. Ég er fyrrverandi reykingamaður, fyrrverandi fíkill. Í hvert skipti sem talað var um skaðsemi reykinga meðan ég reykti brást ég hinn versti við. Ég varði fíkn mína. Hið sama gera margir reykingamenn í dag. Því finnst mér mikilvægt að í allri opinberri umræðu komi fram hvort viðmælendur og fjölmiðlamenn reyki eður ei. Rökin með reykbanni eru sterk og það vita þeir sem á móti því berjast. Þeir berjast í raun fyrir réttinum til að skaða sjálfa sig og aðra. Reykingabann á öllum stöðum þar sem almenningi er veitt þjónusta er jafn sjálfsögð og bann við notkun asbests í milliveggjum, bann við innflutningi á ákveðnum vítamínum og náttúruafurðum vegna mögulegrar skaðsemi, bann við ákveðnum litarefnum og rotvarnarefnum í mat, bann við opnum skólplögnum og bann við annarri eiturefnanotkun á almenningsstöðum. Á Íslandi eru lög um heilbrigðiseftirlit, byggingareftirlit og samkeppniseftirlit svo eitthvað sé nefnt. Ekki halda að veitingamönnum sé frjálst að gera það sem þeim sýnist. Reykingabann býr mögulega til skammtímaniðursveiflu í viðskiptum veitingahúsa en í New York hafa viðskiptin aukist um 6% frá því að reykingabann var sett á. Hér á landi fer nánast eitt veitingahús á hausinn hvern dag. Getur verið að reykingar inni á stöðunum hafi eitthvað með það að gera? Veitingamenn hafa haft nægan tíma til þess að verða við lögum um aðskilin rými fyrir reyk og reykleysi. Ef fleiri veitingamenn hefðu farið að þeim lögum stæðum við kannski ekki frammi fyrir banni af þessu tagi. Vestræn upplýst hugsun færist meira í átt að reyklausu umhverfi. Með því að draga úr óbeinum reykingum og fækka þeim stöðum þar sem óharðnaðir unglingar geta hafið sína tóbaksneyslu hefur mikill sigur unnist í tóbaksvörnum síðustu árin. Við megum ekki slá slöku við. Boð og bönn hafa haft veruleg áhrif. Þótt að tóbak sé lögleg vara skaltu ekki halda að hún lúti sömu lögmálum og aðrar vörur. Tóbak er löglegt fyrir mistök sem virðist erfitt að leiðrétta. Tóbak yrði aldrei leyft ef það kæmi á markaðinn sem neysluvara í dag. Rökin eru fleiri en ég læt þetta duga í bili og vona að fleiri úr hinum þögla meirihluta láti í sér heyra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Reykingar - Guðjón Bergmann Kannski kemur það engum á óvart að ég styðji reykbann á öllum veitinga- og skemmtistöðum. Vegna umræðunnar síðustu daga vil ég leggja lóð mín á vogarskálarnar málinu til stuðnings. Lítill hópur fjölmiðlamanna hefur kastað rýrð á frumvarpið með tali um ofbeldi og forræðishyggju. Ég er fyrrverandi reykingamaður, fyrrverandi fíkill. Í hvert skipti sem talað var um skaðsemi reykinga meðan ég reykti brást ég hinn versti við. Ég varði fíkn mína. Hið sama gera margir reykingamenn í dag. Því finnst mér mikilvægt að í allri opinberri umræðu komi fram hvort viðmælendur og fjölmiðlamenn reyki eður ei. Rökin með reykbanni eru sterk og það vita þeir sem á móti því berjast. Þeir berjast í raun fyrir réttinum til að skaða sjálfa sig og aðra. Reykingabann á öllum stöðum þar sem almenningi er veitt þjónusta er jafn sjálfsögð og bann við notkun asbests í milliveggjum, bann við innflutningi á ákveðnum vítamínum og náttúruafurðum vegna mögulegrar skaðsemi, bann við ákveðnum litarefnum og rotvarnarefnum í mat, bann við opnum skólplögnum og bann við annarri eiturefnanotkun á almenningsstöðum. Á Íslandi eru lög um heilbrigðiseftirlit, byggingareftirlit og samkeppniseftirlit svo eitthvað sé nefnt. Ekki halda að veitingamönnum sé frjálst að gera það sem þeim sýnist. Reykingabann býr mögulega til skammtímaniðursveiflu í viðskiptum veitingahúsa en í New York hafa viðskiptin aukist um 6% frá því að reykingabann var sett á. Hér á landi fer nánast eitt veitingahús á hausinn hvern dag. Getur verið að reykingar inni á stöðunum hafi eitthvað með það að gera? Veitingamenn hafa haft nægan tíma til þess að verða við lögum um aðskilin rými fyrir reyk og reykleysi. Ef fleiri veitingamenn hefðu farið að þeim lögum stæðum við kannski ekki frammi fyrir banni af þessu tagi. Vestræn upplýst hugsun færist meira í átt að reyklausu umhverfi. Með því að draga úr óbeinum reykingum og fækka þeim stöðum þar sem óharðnaðir unglingar geta hafið sína tóbaksneyslu hefur mikill sigur unnist í tóbaksvörnum síðustu árin. Við megum ekki slá slöku við. Boð og bönn hafa haft veruleg áhrif. Þótt að tóbak sé lögleg vara skaltu ekki halda að hún lúti sömu lögmálum og aðrar vörur. Tóbak er löglegt fyrir mistök sem virðist erfitt að leiðrétta. Tóbak yrði aldrei leyft ef það kæmi á markaðinn sem neysluvara í dag. Rökin eru fleiri en ég læt þetta duga í bili og vona að fleiri úr hinum þögla meirihluta láti í sér heyra.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar