Innlent

Vilja kanna varðveislugildi húsa

Húsafriðunarnefnd og þjóðminjavörður mælast til þess að varðveislugildi þeirra húsa, sem jafnvel stendur til að rífa við Laugaveginn, verði kannað. Jafnframt að kannaðir verði nánar möguleikar á framtíðarnýtingu þeirra í tengslum við nýja uppbyggingu á sömu reitum. Húsafriðunarnefnd og þjóðminjavörður fagna um leið áformum um verndun á um það bil fimmtíu merkum byggingum við Laugaveginn og Bankastræti sem fyrirliggjandi deiliskipulagstillögur fela í sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×