Sameinuðu þjóðirnar eru mikilvægar 24. febrúar 2005 00:01 Sameinuðu þjóðirnar - Kofi A. Annan Síðastliðið ár hef ég séð á prenti margar árásir á Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur runnið mér til rifja því ég hef starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar alla ævi. Ég hef hingað til lagt mig allan fram um að sníða af þeim agnúana, að bæta og styrkja samtökin. Ég trúi innilega á mikilvægi hlutverks Sameinuðu þjóðanna og tel að styrkur þeirra gagnist öllu mannkyninu. Þegar flóðaldan olli gereyðileggingu við Indlandshaf, 150 þúsund manns týndu lífi og milljónir manna misstu lífsviðurværi sitt, hafði Bush Bandaríkjaforseti frumkvæði að því að fylkja þjóðum sem höfðu herafla á þessum slóðum. Þetta var hárrétt ákvörðun. Það var mikilvægt að ýta hjálparstarfinu úr vör með skjótum hætti. Viku síðar komu hlutaðeigandi þjóðir saman til fundar í Djakarta til að skipuleggja og samhæfa hjálparstarf. Allir, þar á meðal Bandaríkjamenn, voru á einu máli um Sameinuðu þjóðirnar ættu að taka forystuna í þessum efnum. Hvers vegna? Það voru tvær ástæður. Í fyrsta lagi búa Sameinuðu þjóðirnar yfir nauðsynlegri hæfni. Samhæfingarskrifstofu hjálparstarfs var komið á fót að mínu frumkvæði skömmu eftir að ég tók við embætti árið 1997. Hún er einmitt stofnuð í þessum tilgangi. Í öðru lagi – og það er kannski enn mikilvægara – voru allir tilbúnir að starfa með Sameinuðu þjóðunum: jafnt ríkisstjórnir og þjóðir sem áttu um sárt að binda sem veitendur aðstoðar og hjálparsamtök. Allir viðurkenna að Sameinuðu þjóðirnar séu kjörnar til að gegna forystuhluverki því þær lúta ekki stjórn neinna. Þær eru eign alls heimsins. Annað dæmi um mikilvægi Sameinuðu þjóðanna er erfiðara mál vegna þess hve umdeilt það er pólitískt. Hér á ég við Írak. Það er engum blöðum um það að fletta að margir í báðum fylkingum misstu trú á Sameinuðu þjóðirnar vegna stríðsins í Írak fyrir tveimur árum. Þeir sem studdu hernaðaraðgerðir gegn Saddam Hússein voru vonsviknir yfir því að Öryggisráðið skyldi ekki – að þeirra mati – hafa hugrekki til þess að framfylgja sínum eigin ályktunum. Andstæðingar stríðsins voru gramir yfir því að Sameinuðu þjóðunum tækist ekki að koma í veg fyrir stríð sem þeir töldu óþarft eða ótímabært. Á síðasta ári, þegar bandalag hinna vígfúsu þjóða vildi afhenda bráðabirgðastjórn völdin í Írak var enn á ný leitað til Sameinuðu þjóðanna, í þeirri vissu að ný ríkisstjórn myndi einungis öðlast viðurkenningu sem lögmæt og fullvalda stjórn ef Sameinuðu þjóðirnar ættu hlut að máli. Bæð Írakar og Bandaríkjamenn leituðu á náðir Sameinuðu þjóðanna við skipulagningu kosninganna í Írak í síðasta mánuði og nú stendur fyrir dyrum að semja nýja stjórnarskrá. Hér geta Sameinuðu þjóðirnar orðið að liði og það munu þær gera. Sameinuðu þjóðirnar njóta þess nú að hafa ekki staðið að baki fyrri aðgerðum í Írak og njóta trausts margra Íraka sem verður að virkja í nýrri pólitískri þróun ef friðvænlegt á að vera í landinu. Sameinuðu þjóðirnar geta einungis komið að gagni ef þær eru sjálfstæðar. Þær eru einskis virði ef þær eru framlenging af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Vissulega eru Sameinuðu þjóðirnar ekki fullkomnar jafnvel þótt ýmsar ásakanir á hendur þeim hafi verið verulega ýktar. Bráðabirgðaskýrsla Paul Volcker hefur varpað ljósi á "olíu fyrir mat"-áætlunina. Ég er staðráðinn í því að beita mér fyrir þeim stjórnunarumbótum sem skýrsla herra Volcker kallar á, í samvinnu við aðildarríkin. Kynferðisafbrot og misnotkun ungmenna sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna gerðust sekir um í Lýðveldinu Kongó og fleiri Afríkuríkjum eru enn verra reiðarslag. Aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðanna og aðildarríkin hafa áttað sig of seint á því hve mikið vandamál var á ferðinni og bregðast við því og refsa hinum seku. Við höfum hafist handa og ég er ákveðinn í að ljúka því verki. Sameinuðu þjóðirnar munu ekki þrífast á tuttugustu og fyrstu öldinni nema venjulegu fólki um allan heim finnist að þær séu að gera eitthvað fyrir það sjálft. Okkur verður að takast að snúa við blaðinu í baráttunni við sjúkdóma og hungur, rétt eins og í baráttunni við hryðjuverk, útbreiðslu gereyðingarvopna og glæpi. Áríðandi er að Öryggisráðið taki ákvarðanir um að binda enda á viðbjóðslega glæpi sem framdir eru í Darfur og að láta hina seku svara til saka á alþjóðavettvangi. Í septembermánuði gefst okkur tækifæri á að gera Sameinuðu þjóðirnar gagnlegri fyrir öll aðildarríkin. Þjóðarleiðtogar koma þá saman til fundar í New York. Þar mun ég leggja fram djarfar en framkvæmanlegar tillögur til að bæta starfsemi Sameinuðu þjóðanna og gera heiminn réttlátari og öruggari. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við getum gert betur Einar Bárðarson Skoðun Umhverfisráðherra á réttri leið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar - Kofi A. Annan Síðastliðið ár hef ég séð á prenti margar árásir á Sameinuðu þjóðirnar. Þetta hefur runnið mér til rifja því ég hef starfað fyrir Sameinuðu þjóðirnar alla ævi. Ég hef hingað til lagt mig allan fram um að sníða af þeim agnúana, að bæta og styrkja samtökin. Ég trúi innilega á mikilvægi hlutverks Sameinuðu þjóðanna og tel að styrkur þeirra gagnist öllu mannkyninu. Þegar flóðaldan olli gereyðileggingu við Indlandshaf, 150 þúsund manns týndu lífi og milljónir manna misstu lífsviðurværi sitt, hafði Bush Bandaríkjaforseti frumkvæði að því að fylkja þjóðum sem höfðu herafla á þessum slóðum. Þetta var hárrétt ákvörðun. Það var mikilvægt að ýta hjálparstarfinu úr vör með skjótum hætti. Viku síðar komu hlutaðeigandi þjóðir saman til fundar í Djakarta til að skipuleggja og samhæfa hjálparstarf. Allir, þar á meðal Bandaríkjamenn, voru á einu máli um Sameinuðu þjóðirnar ættu að taka forystuna í þessum efnum. Hvers vegna? Það voru tvær ástæður. Í fyrsta lagi búa Sameinuðu þjóðirnar yfir nauðsynlegri hæfni. Samhæfingarskrifstofu hjálparstarfs var komið á fót að mínu frumkvæði skömmu eftir að ég tók við embætti árið 1997. Hún er einmitt stofnuð í þessum tilgangi. Í öðru lagi – og það er kannski enn mikilvægara – voru allir tilbúnir að starfa með Sameinuðu þjóðunum: jafnt ríkisstjórnir og þjóðir sem áttu um sárt að binda sem veitendur aðstoðar og hjálparsamtök. Allir viðurkenna að Sameinuðu þjóðirnar séu kjörnar til að gegna forystuhluverki því þær lúta ekki stjórn neinna. Þær eru eign alls heimsins. Annað dæmi um mikilvægi Sameinuðu þjóðanna er erfiðara mál vegna þess hve umdeilt það er pólitískt. Hér á ég við Írak. Það er engum blöðum um það að fletta að margir í báðum fylkingum misstu trú á Sameinuðu þjóðirnar vegna stríðsins í Írak fyrir tveimur árum. Þeir sem studdu hernaðaraðgerðir gegn Saddam Hússein voru vonsviknir yfir því að Öryggisráðið skyldi ekki – að þeirra mati – hafa hugrekki til þess að framfylgja sínum eigin ályktunum. Andstæðingar stríðsins voru gramir yfir því að Sameinuðu þjóðunum tækist ekki að koma í veg fyrir stríð sem þeir töldu óþarft eða ótímabært. Á síðasta ári, þegar bandalag hinna vígfúsu þjóða vildi afhenda bráðabirgðastjórn völdin í Írak var enn á ný leitað til Sameinuðu þjóðanna, í þeirri vissu að ný ríkisstjórn myndi einungis öðlast viðurkenningu sem lögmæt og fullvalda stjórn ef Sameinuðu þjóðirnar ættu hlut að máli. Bæð Írakar og Bandaríkjamenn leituðu á náðir Sameinuðu þjóðanna við skipulagningu kosninganna í Írak í síðasta mánuði og nú stendur fyrir dyrum að semja nýja stjórnarskrá. Hér geta Sameinuðu þjóðirnar orðið að liði og það munu þær gera. Sameinuðu þjóðirnar njóta þess nú að hafa ekki staðið að baki fyrri aðgerðum í Írak og njóta trausts margra Íraka sem verður að virkja í nýrri pólitískri þróun ef friðvænlegt á að vera í landinu. Sameinuðu þjóðirnar geta einungis komið að gagni ef þær eru sjálfstæðar. Þær eru einskis virði ef þær eru framlenging af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Vissulega eru Sameinuðu þjóðirnar ekki fullkomnar jafnvel þótt ýmsar ásakanir á hendur þeim hafi verið verulega ýktar. Bráðabirgðaskýrsla Paul Volcker hefur varpað ljósi á "olíu fyrir mat"-áætlunina. Ég er staðráðinn í því að beita mér fyrir þeim stjórnunarumbótum sem skýrsla herra Volcker kallar á, í samvinnu við aðildarríkin. Kynferðisafbrot og misnotkun ungmenna sem friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna gerðust sekir um í Lýðveldinu Kongó og fleiri Afríkuríkjum eru enn verra reiðarslag. Aðalskrifstofa Sameinuðu þjóðanna og aðildarríkin hafa áttað sig of seint á því hve mikið vandamál var á ferðinni og bregðast við því og refsa hinum seku. Við höfum hafist handa og ég er ákveðinn í að ljúka því verki. Sameinuðu þjóðirnar munu ekki þrífast á tuttugustu og fyrstu öldinni nema venjulegu fólki um allan heim finnist að þær séu að gera eitthvað fyrir það sjálft. Okkur verður að takast að snúa við blaðinu í baráttunni við sjúkdóma og hungur, rétt eins og í baráttunni við hryðjuverk, útbreiðslu gereyðingarvopna og glæpi. Áríðandi er að Öryggisráðið taki ákvarðanir um að binda enda á viðbjóðslega glæpi sem framdir eru í Darfur og að láta hina seku svara til saka á alþjóðavettvangi. Í septembermánuði gefst okkur tækifæri á að gera Sameinuðu þjóðirnar gagnlegri fyrir öll aðildarríkin. Þjóðarleiðtogar koma þá saman til fundar í New York. Þar mun ég leggja fram djarfar en framkvæmanlegar tillögur til að bæta starfsemi Sameinuðu þjóðanna og gera heiminn réttlátari og öruggari. Höfundur er framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar