Innlent

Hagnaður Actavis 5 milljarðar

Lyfjafyrirtækið Actavis hagnaðist um fimm milljarða króna í fyrra sem er nokkuð undir væntingum, þrátt fyrir að vera 55% meiri hagnaður en í hitteðfyrra. Slakari afkomu en búist var við má meðal annars rekja til mun minni sölu í Búlgaríu en gert var ráð fyrir vegna seinagangs stjórnvalda þar við að ákveða þátttöku í lyfjakaupum almennings og afskrifta á birgðum í Danmörku þar sem verðstríð geisar á lyfjamarkaðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×