Lífið

Emilíana á útgáfutónleikum í París

Til að fagna útkomu plötu sinnar Fisherman´s Woman brá Emilíana Torrini sér til Parísar nýlega. Hún tróð meðal annars upp í plötubúðinni Virgin megastore á Champs Elysée-breiðgötunni með minikonsert svipað og hún gerði í London þegar platan kom þar út. Um tvö til þrjú hundruð verslunargestir hlýddu á hana syngja við gítarleik Dan Carey. Carey þessi er meðhöfundur margra laganna og textanna ásamt Emilíönu en hann er sömuleiðis upptökustjóri. Margir voru komnir sérstaklega til að berja augum hina nýjustu Íslandsstjörnu. Emilína flutti lög sín fallega og af mikilli innlifun þrátt fyrir erfiðar aðstæður við góðar undirtektir viðstaddra.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.