Húsasúpan hönnuð á staðnum 17. febrúar 2005 00:01 Hjónin að Brekkugerðishúsum í Fljótsdal bera gestum sínum oft góða súpu með heimabökuðu brauði. Þau Hákon Aðalsteinsson og Sigrún Benediktsdóttir að Húsum í Fljótsdal eru matgæðingar miklir og gestir þeirra njóta þess. Meðal þess sem þau bera stundum á borð er súpa sem hefur fengið heitið Húsasúpa því hún er hönnuð á staðnum. Þótt Sigrún segi Hákon vera snilling í matreiðslu lambakjöts er hún sjálf ábyrg fyrir súpunni góðu. "Ég var orðin svo þreytt á hinni hefðbundnu íslensku kjötsúpu svo ég tók mig til og breytti henni dálítið," segir hún og kveðst gefin fyrir að fara eigin leiðir í matreiðslu. Sigrún gaf okkur góðfúslega grunnuppskriftina að súpunni en segir hvern og einn verða að smakka hana til eftir sínu höfði.Húsasúpaolíasvartur piparsmá salt6-8 lærissneiðar eða annað gott lambakjöt4 laukar4 tsk. karrí1/2 höfuð hvítkál6 gulrætur meðalstórar1/1 dós ananas1 pk. þurrkaðar apríkósur4-5 grænmetisteningar1/2 tsk. fennel Olían er sett á pönnu og svartur pipar mulinn í, ásamt salti. Kjötsneiðarnar eru skornar í tvennt, léttsteiktar í olíunni og settar í pott. Karríið er hitað í olíu áður en grænmetið er sett á pönnuna og léttsteikt. Allt sett í pott með vatni og soðið í um það bil 1 og 1/2 tíma. Súpan er gulleit á lit og súrsæta bragðið vegur vel á móti kryddinu. Hún er borðuð með heimabökuðu grófu brauði. Lambakjöt Súpur Uppskriftir Mest lesið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Hjónin að Brekkugerðishúsum í Fljótsdal bera gestum sínum oft góða súpu með heimabökuðu brauði. Þau Hákon Aðalsteinsson og Sigrún Benediktsdóttir að Húsum í Fljótsdal eru matgæðingar miklir og gestir þeirra njóta þess. Meðal þess sem þau bera stundum á borð er súpa sem hefur fengið heitið Húsasúpa því hún er hönnuð á staðnum. Þótt Sigrún segi Hákon vera snilling í matreiðslu lambakjöts er hún sjálf ábyrg fyrir súpunni góðu. "Ég var orðin svo þreytt á hinni hefðbundnu íslensku kjötsúpu svo ég tók mig til og breytti henni dálítið," segir hún og kveðst gefin fyrir að fara eigin leiðir í matreiðslu. Sigrún gaf okkur góðfúslega grunnuppskriftina að súpunni en segir hvern og einn verða að smakka hana til eftir sínu höfði.Húsasúpaolíasvartur piparsmá salt6-8 lærissneiðar eða annað gott lambakjöt4 laukar4 tsk. karrí1/2 höfuð hvítkál6 gulrætur meðalstórar1/1 dós ananas1 pk. þurrkaðar apríkósur4-5 grænmetisteningar1/2 tsk. fennel Olían er sett á pönnu og svartur pipar mulinn í, ásamt salti. Kjötsneiðarnar eru skornar í tvennt, léttsteiktar í olíunni og settar í pott. Karríið er hitað í olíu áður en grænmetið er sett á pönnuna og léttsteikt. Allt sett í pott með vatni og soðið í um það bil 1 og 1/2 tíma. Súpan er gulleit á lit og súrsæta bragðið vegur vel á móti kryddinu. Hún er borðuð með heimabökuðu grófu brauði.
Lambakjöt Súpur Uppskriftir Mest lesið Kyssast og kela en missa svo áhugann Lífið Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Lífið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið Diane Keaton er látin Lífið Októberspá Siggu Kling – Hrútur: Slepptu aðeins tökunum, þá ferðu með straumnum í rétta átt Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira