Erlent

Grunaður um aðild að mannráninu

Tuttugu og fjögurra ára karlmaður hefur verið handtekinn í Kaupmannahöfn að beiðni sænsku lögreglunnar þar sem hann er grunaður um aðild á ráninu á Fabian Bengtsson. Lögreglan í Kaupmannahöfn vill ekki gefa upp af hvaða þjóðerni maðurinn er en segir þó að hann sé hvorki Dani né Svíi. Foreldrar hans búa þó í Danmörku. Sænska lögreglan handtók fyrir nokkru tvo menn vegna ránsins á Bengtsson: 27 ára gamlan karlmann með sænskt vegabréf en af júgóslavneskum uppruna og svo 43 ára gamlan Króata. Bengtsson, forstjóra og erfingja stærstu raftækjaverslunarkeðju Svíþjóðar, var rænt 17. janúar síðastliðinn og sleppt 3. febrúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×