Erlent

Fuglaflensan ógnar enn Víetnam

Yfirvöld í Víetnam íhuga nú hvað skuli gera til að stemma stigu við fuglaflensunni sem herjað hefur á landsmenn undanfarið. Þrettán manns hafa látist af völdum flensunnar síðastliðnar vikur. Til tals hefur komið að slátra öllum hænsfuglum sem fyrirfinnast í Víetnam en sú hugmynd hefur ekki fengið góðan hljómgrunn hjá mörgum bóndanum í landinu. Þó er talið líklegt að hænsnum í stærstu borgunum verði slátrað í röðum. 80% þeirra manna sem smitast af fuglaflensunni deyja.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×