Lífið

Geðveikir dagar Samféss

Geðveikir dagar, fræðsluvika um geðraskanir, hófust í félagsmiðstöðvum innan Samfés á mánudag. Markmið verkefnisins er að unglingar kynnist geðröskunum á hlutlausan og fræðandi hátt og leggi sitt af mörkum til þeirra sem þjást af slíkum veikindum. Fræðsluvikunni lýkur á sunnudag en hún nær hámarki um helgina með sölu á armböndum til styrktar byggingarsjóði Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans. Armböndin eru græn á litinn og á þau er greypt orðið "Geðveikt!" sem hefur öðlast jákvæða merkingu í málfari ungs fólks í dag. Dorrit Moussaieff forsetafrú veitti fyrsta armbandinu viðtöku í Hinu húsinu í gær. Unglingar í félagsmiðstöðvum Samfés munu sjálfir selja armböndin og leggja þannig jafnöldrum sínum lið. Að öðru leyti er dagskrá vikunnar mismunandi eftir félagsmiðstöðvum en sem dæmi má nefna að skipulagðir hafa verið tónleikar, fræðslufyrirlestrar, kvikmyndasýningar, böll og fleira.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.