Lífið

Valentínusarveisla í franskri höll

Flestir láta sér nægja að gefa ástinni sinni blómvönd í tilefni Valentínusardagsins. Knattspyrnumaðurinn Ronaldo var þó ekki á þeim buxunum að láta blómin ein og sér nægja og blés hann því til veislu í franskri höll í tilefni dagsins. Ronaldo og unnusta hans buðu hátt í þrjú hundruð manns í hin konunglegu heimkynni. Meðal þeirra sem mættu í veisluna voru knattspyrnumennirnir David Beckham, Raul og Zinedine Zidane ásamt ökuþórnum Michael Schumacher. Meira en þrjú hundruð æstir áhangendur Brasilíumannsins biðu svo utan við kastalahliðið í þeirri von að bera goðið augum. Engum sögum fer þó af því hvort það heppnaðist.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.