Viðskiptahindranir til sölu! 14. febrúar 2005 00:01 Ríkisstjórnin er nú að selja rótgróið einokunarfyrirtæki, Símann. Þetta er öflugt félag sem staðið hefur af sér samkeppni á flestum sviðum. Lykillinn að því að standa af sér samkeppni felst í því að ráða grunnnetinu. Sá sem ræður yfir grunnnetinu getur beitt samkeppnisaðila margvíslegum viðskiptahindrunum. Síminn hefur óhikað beitt þeim viðskiptahindrunum sem yfirráð grunnnetsins bjóða upp á. Þetta hefur Póst- og fjarskiptastofnun staðfest. Og hvernig virka þessar viðskiptahindranir? Búum til lítið dæmi. Fjarskiptafélagið X hringir í sinn viðskiptastjóra hjá Símanum og óskar eftir að kaupa öflugt samband á Stöðvarfirði til að dreifa þar innanbæjar. Nú líða þrír mánuðir og Síminn svarar ekki. Aftur er hringt og erindið ítrekað. Kurteislega er beðist afsökunar á þessum drætti á málinu, það hafi eitthvað farið úrskeiðis. Starfsmaður Símans lofar að málið verði afgreitt hið fyrsta. Enn líða tveir mánuðir. Hringt er og spurt hvað þessu líði eiginlega. Þau bara skilja þetta ekki. Nú er svari lofað frá Símanum í lok vikunnar. Mánuður líður. Enn er hringt í Símann og nú er svari lofað á eftir. Tölvupóstur berst. Kostnaður á mánuði 467.000 án vsk. Stofngjald ríflega ein milljón. Bíddu! Þetta er einhver vitleysa. Ég er að tala um Stöðvarfjörð á Íslandi?Þau lofa að skoða þetta aðeins betur. Þetta er rétt hjá þér. Þetta er eitthvað skrítið. Hefurðu talað við heildsölu Símans? Nei, á ég að gera það? Já. Talað við heildsöluna. Næst í þá daginn eftir. Nei, þetta er ekki á okkar könnu, þetta er ekki heildsöluvara, er svarið. Aftur á byrjunarreit eftir ríflega sex mánaða bið. Hringt í Símann. Er hún við þarna sem ég talaði við um daginn? Nei, hún er komin í aðra deild. Þú verður að tala við nýja viðskiptastjórann. Ha? Það er sá fimmti á tæpu ári. Já, þú verður að tala við hann. Erindið er því næst borið upp við nýja viðskiptastjórann. Það tekur hálfan mánuð að fá svar. Niðurstaðan. Verð á mánuði er langt yfir því sem vænlegt getur talist fyrir utan vsk. Spurt er; getið þið gefið afslátt til Stöðvarfjarðar, þar sem þetta er eina leiðin þeirra. Nú stendur ekki á svari. Nei! Þvílíkt kjaftæði, hugsa ég, en það má ekki styggja skrímslið. Hef gert það og fékk að kenna á því. Síminn hefur möguleika á að beita viðskiptahindrunum og hefur gert það og mun gera það. Verði grunnnetið selt með Símanum er verið að selja hindranir, viðskiptahindranir. Það mun ekki verða friður á fjarskiptamarkaði verði grunnnetið selt með þessum hætti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin er nú að selja rótgróið einokunarfyrirtæki, Símann. Þetta er öflugt félag sem staðið hefur af sér samkeppni á flestum sviðum. Lykillinn að því að standa af sér samkeppni felst í því að ráða grunnnetinu. Sá sem ræður yfir grunnnetinu getur beitt samkeppnisaðila margvíslegum viðskiptahindrunum. Síminn hefur óhikað beitt þeim viðskiptahindrunum sem yfirráð grunnnetsins bjóða upp á. Þetta hefur Póst- og fjarskiptastofnun staðfest. Og hvernig virka þessar viðskiptahindranir? Búum til lítið dæmi. Fjarskiptafélagið X hringir í sinn viðskiptastjóra hjá Símanum og óskar eftir að kaupa öflugt samband á Stöðvarfirði til að dreifa þar innanbæjar. Nú líða þrír mánuðir og Síminn svarar ekki. Aftur er hringt og erindið ítrekað. Kurteislega er beðist afsökunar á þessum drætti á málinu, það hafi eitthvað farið úrskeiðis. Starfsmaður Símans lofar að málið verði afgreitt hið fyrsta. Enn líða tveir mánuðir. Hringt er og spurt hvað þessu líði eiginlega. Þau bara skilja þetta ekki. Nú er svari lofað frá Símanum í lok vikunnar. Mánuður líður. Enn er hringt í Símann og nú er svari lofað á eftir. Tölvupóstur berst. Kostnaður á mánuði 467.000 án vsk. Stofngjald ríflega ein milljón. Bíddu! Þetta er einhver vitleysa. Ég er að tala um Stöðvarfjörð á Íslandi?Þau lofa að skoða þetta aðeins betur. Þetta er rétt hjá þér. Þetta er eitthvað skrítið. Hefurðu talað við heildsölu Símans? Nei, á ég að gera það? Já. Talað við heildsöluna. Næst í þá daginn eftir. Nei, þetta er ekki á okkar könnu, þetta er ekki heildsöluvara, er svarið. Aftur á byrjunarreit eftir ríflega sex mánaða bið. Hringt í Símann. Er hún við þarna sem ég talaði við um daginn? Nei, hún er komin í aðra deild. Þú verður að tala við nýja viðskiptastjórann. Ha? Það er sá fimmti á tæpu ári. Já, þú verður að tala við hann. Erindið er því næst borið upp við nýja viðskiptastjórann. Það tekur hálfan mánuð að fá svar. Niðurstaðan. Verð á mánuði er langt yfir því sem vænlegt getur talist fyrir utan vsk. Spurt er; getið þið gefið afslátt til Stöðvarfjarðar, þar sem þetta er eina leiðin þeirra. Nú stendur ekki á svari. Nei! Þvílíkt kjaftæði, hugsa ég, en það má ekki styggja skrímslið. Hef gert það og fékk að kenna á því. Síminn hefur möguleika á að beita viðskiptahindrunum og hefur gert það og mun gera það. Verði grunnnetið selt með Símanum er verið að selja hindranir, viðskiptahindranir. Það mun ekki verða friður á fjarskiptamarkaði verði grunnnetið selt með þessum hætti.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar