Í andlegum tengslum við hesta 12. febrúar 2005 00:01 Þýskur „hestahvíslari“ hefur flust hingað til lands til að geta unnið með íslenska hestinn í upprunalandinu. Aðferðirnar felast meðal annars í því að tala við hestinn og ná góðum andlegum tengslum við hann. Þýski lögfræðingurinn og hestaþjálfarinn Karola Schmeil kolféll fyrir íslenska hestinum fyrir 25 árum síðan. Hún notar aðferðir sem mörgum virðast nýstárlegar þó skyldar aðferðir hafi verið notaðar og kenndar hér á landi á síðustu árum. Aðferðirnar eru að stórum hluta sálfræðilegar - hún hreinlega talar við hestana og les út úr líkamshreyfingum þeirra og látbragði. Karola telur þetta vera réttu leiðina til að vera í sambandi við hestinn, að líta á hestinn sem persónuleika. „Maður á að vera vinur hans. Og ef maður vill eiga vin verður maður að vera í góðu sambandi við hann,“ segir Karola. Hesturinn Sproti hafði tapað gleðinni sem einkennir svo mjög íslenska hestinn. Karola tók hann í endurhæfingu. Fyrst er eingöngu lögð áhersla á sálræna þáttinn, til að fá hestinn til að slaka á og treysta þjálfaranum. Og hún segir auðvelt að komast að því hjá hestum hvort þeir séu hamingjusamir eða sorgmæddir ef maður er vanur skepnunum. Á fyrstu vikum þjálfunarinnar fær hesturinn að ráða hraðanum og gangtegundum og Karola hleypur með en fer ekki á bak. Takmarkið er að vekja upp leikgleði en um leið styrkist hesturinn mjög og liðkast. Hún hefur einnig tekið keppnishesta í fremstu röð í meðferð. Og þetta tekur sinn tíma, segir Karola, sem gagnrýnir að íslenskir hestar séu oft tamdir of hratt. Þar sem þetta eru ekki mjög algeng aðferð hér á landi er fólk stundum tortryggið. Karola segir fólk spyrja hvað hún sé eiginlega að hugsa að vera með hestinn úti um hávetur, láta hann ganga í hringi og tala við hann. En eftir nokkrar vikur sér fólk gríðarlegan mun á hestunum og sannfærist þar með um að aðferðirnar virka, segir Karola, sem getur vart hugsað sér að starfa við neitt annað en íslenska hesta. Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Þýskur „hestahvíslari“ hefur flust hingað til lands til að geta unnið með íslenska hestinn í upprunalandinu. Aðferðirnar felast meðal annars í því að tala við hestinn og ná góðum andlegum tengslum við hann. Þýski lögfræðingurinn og hestaþjálfarinn Karola Schmeil kolféll fyrir íslenska hestinum fyrir 25 árum síðan. Hún notar aðferðir sem mörgum virðast nýstárlegar þó skyldar aðferðir hafi verið notaðar og kenndar hér á landi á síðustu árum. Aðferðirnar eru að stórum hluta sálfræðilegar - hún hreinlega talar við hestana og les út úr líkamshreyfingum þeirra og látbragði. Karola telur þetta vera réttu leiðina til að vera í sambandi við hestinn, að líta á hestinn sem persónuleika. „Maður á að vera vinur hans. Og ef maður vill eiga vin verður maður að vera í góðu sambandi við hann,“ segir Karola. Hesturinn Sproti hafði tapað gleðinni sem einkennir svo mjög íslenska hestinn. Karola tók hann í endurhæfingu. Fyrst er eingöngu lögð áhersla á sálræna þáttinn, til að fá hestinn til að slaka á og treysta þjálfaranum. Og hún segir auðvelt að komast að því hjá hestum hvort þeir séu hamingjusamir eða sorgmæddir ef maður er vanur skepnunum. Á fyrstu vikum þjálfunarinnar fær hesturinn að ráða hraðanum og gangtegundum og Karola hleypur með en fer ekki á bak. Takmarkið er að vekja upp leikgleði en um leið styrkist hesturinn mjög og liðkast. Hún hefur einnig tekið keppnishesta í fremstu röð í meðferð. Og þetta tekur sinn tíma, segir Karola, sem gagnrýnir að íslenskir hestar séu oft tamdir of hratt. Þar sem þetta eru ekki mjög algeng aðferð hér á landi er fólk stundum tortryggið. Karola segir fólk spyrja hvað hún sé eiginlega að hugsa að vera með hestinn úti um hávetur, láta hann ganga í hringi og tala við hann. En eftir nokkrar vikur sér fólk gríðarlegan mun á hestunum og sannfærist þar með um að aðferðirnar virka, segir Karola, sem getur vart hugsað sér að starfa við neitt annað en íslenska hesta.
Fréttir Innlent Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira