Innlent

Bestu myndir ársins valdar

Ljósmyndasýning Blaðaljósmyndarafélags Íslands var opnuð í Gerðarsafni í dag. Um er að ræða nokkurs konar fréttaannál fyrir síðasta ár sem gerð eru skil á 200 ljósmyndum. Þetta er í tíunda sinn sem félagið stendur fyrir slíkri sýningu í Gerðarsafni en á henni eru jafnframt veitt verðlaun fyrir bestu myndir ársins. Fréttamynd ársins 2004 tók Brynjar Gauti Sveinsson fyrir Morgunblaðið. Hún ber heitið „Ekki orð!“ en segir þó meira en þúsund orð: Á henni er Þórólfur Árnason, fyrrverandi borgarstjóri, með fingur á lofti og stóð fjölmiðlamanna á eftir sér. Mynd ársins, „Er einhver heima?“, tók Ragnar Axelsson, kannski betur þekktur sem „RAX“, ljósmyndari hjá Morgunblaðinu. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði sýninguna í dag en einnig verður í fyrsta sinn gefin út bók með myndunum 200.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×