Innlent

Bílvelta við Hvammstanga

Bifreið fór út af vegi og valt rétt fyrir þrjú í gærdag við Hvammstanga í Hrútafjarðarhálsi. Tvennt var í bílnum og virðist sem ökumaður hafi misst stjórn á bílnum. Bæði farþegi og ökumaður sluppu ómeidd en bifreiðin er talsvert skemmd. Rétt eftir slysið fékk konan krampaköst og var hegðun hennar afar undarleg að sögn lögreglunnar á Blönduósi. Grunaði lögreglu að konan hafi misnotað fíkniefni eða áfengi og vegna ástands hennar var þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, kölluð til. Konan gekkst undir skoðun og vildi vakthafandi læknir ekki tjá sig um meinta fíkniefna- eða áfengismisnotkun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×