Innlent

Töluverð ófærð í borginni

Töluverð ófærð hefur verið í borginni í dag vegna ofankomu, og þá sérstaklega í Grafarvogi, og óskaði gatnamálatjóri eftir aðstoð lögreglu við koma þar skikki á málin. Bílar hafa verið að festast og sérstaklega í íbúðargötum. Fjórir árekstrar hafa átt sér stað í borginni sem rekja má til færðarinnar en engin slys hafa orðið á fólki. Svipaða sögu er að segja úr Kópavoginum þar sem nokkrir árekstrar hafa orðið, án teljandi meiðsla á fólki. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hefur dagurinn verið tíðindalítill.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×