Reykingar og tannholdsbólgur 2. febrúar 2005 00:01 Tannverndarvikan - Sigurjón Arnlaugsson tannlæknir Allt frá því um miðja síðustu öld, að ljós urðu tengsl reykinga og lungnasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma, hafa rannsóknir leitt í ljós sífellt fleiri skaðleg áhrif reykinga á almenna heilsu. Á undanförnum 20 árum hafa verið að koma æ betur í ljós tengsl reykinga og niðurbrots stoðvefja tanna. Orsök bólgu í tannholdi eru sýklar frá munnholi sem ná að festa sig á yfirborð tanna og mynda svokallaða tannsýklu sem síðan leiðir til bólgu. Ef tannholdsbólgan er ekki meðhöndluð á þessu stigi getur það leitt til þess, fyrr eða síðar, að sýklarnir beri hærri hlut, varnarkerfi líkamans verði ofboðið og bólgan dreifist um dýpri lög stoðvefjanna og stoðvefur tapist. Þetta samspil snýst alltaf um átök á milli ertivaldanna og viðnáms vefjanna. Mjög einstaklingsbundið er hvort þessi þróun hefst eða hversu hröð hún verður, fari hún af stað. Þó að sýklar séu alltaf orsök bólgunnar og dagleg góð munnhirða sé besta forvörnin hafa margir aðrir þættir áhrif á þetta ferli. Viðnám einstaklinga við áreiti sýklanna eru misöflug. Aðrir sjúkdómar, t.d. ómeðhöndluð sykursýki, geta aukið hættuna og umhverfisþættir eins og reykingar skipta miklu máli. Þeir sem hætt er við tannholdsbólgum, hvort sem er vegna upplags eða annarra sjúkdóma, auka margfalt hættuna á stoðvefjatapi með því að reykja.Rannsóknir víða um heim hafa leitt í ljós að reykingafólk er um þrisvar sinnum líklegra en reyklausir til að vera með tannholdsbólgu sem leitt hefur til stoðvefjataps og er að jafnaði með lengra genginn sjúkdóm. Nýleg bandarísk rannsókn áætlaði að um helming allra tilfella þar í landi af tannholdsbólgu með stoðvefjatapi mætti rekja til reykinga. Þó að skaðleg áhrif reykinga komi oft ekki fram fyrr en eftir langan tíma er athyglisvert að rannsóknir á tannholdsástandi ungs fólks á aldrinum 19–30 ára hafa sýnt fram á verra ástand þeirra sem reykja en hinna reyklausu. Einnig hefur verið sýnt fram á að því meira sem reykt er þeim mun meira er stoðvefjatapið.Reykingafólk verður síður vart við einkenni frá tannholdi en reyklausir þó að niðurbrot vefja eigi sér stað. Það er vegna þess að blóðflæði til tannholdsins minnkar og svörun ónæmiskerfisins er slælegri þannig að þroti og blæðing frá tannholdi, sem væri öðrum viðvörun, kemur ekki eins vel fram hjá reykingafólki. Reykingafólk svarar einnig tannholdsmeðferð mun verr en reyklausir. Áhrif reykinga virðast fyrst og fremst koma fram í óæskilegum áhrifum á staðbundið ónæmiskerfi vefjanna og draga úr græðsluhæfni þeirra. Góðu fréttirnar eru þær að komið hefur í ljós að jákvæð áhrif þess að hætta reykingum koma fljótt fram. Það sem tapast hefur kemur að vísu ekki til baka en viðnám og hraði niðurbrots vefjanna hjá þeim sem eru með tannholdsbólgu virðist færast í sama horf og hjá þeim sem aldrei hafa reykt og strax má vænta betri árangurs af meðferð. Höfundur er lektor við tannlæknadeild H.Í. og sérfræðingur í tannholdssjúkdómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Tannverndarvikan - Sigurjón Arnlaugsson tannlæknir Allt frá því um miðja síðustu öld, að ljós urðu tengsl reykinga og lungnasjúkdóma og hjarta- og æðasjúkdóma, hafa rannsóknir leitt í ljós sífellt fleiri skaðleg áhrif reykinga á almenna heilsu. Á undanförnum 20 árum hafa verið að koma æ betur í ljós tengsl reykinga og niðurbrots stoðvefja tanna. Orsök bólgu í tannholdi eru sýklar frá munnholi sem ná að festa sig á yfirborð tanna og mynda svokallaða tannsýklu sem síðan leiðir til bólgu. Ef tannholdsbólgan er ekki meðhöndluð á þessu stigi getur það leitt til þess, fyrr eða síðar, að sýklarnir beri hærri hlut, varnarkerfi líkamans verði ofboðið og bólgan dreifist um dýpri lög stoðvefjanna og stoðvefur tapist. Þetta samspil snýst alltaf um átök á milli ertivaldanna og viðnáms vefjanna. Mjög einstaklingsbundið er hvort þessi þróun hefst eða hversu hröð hún verður, fari hún af stað. Þó að sýklar séu alltaf orsök bólgunnar og dagleg góð munnhirða sé besta forvörnin hafa margir aðrir þættir áhrif á þetta ferli. Viðnám einstaklinga við áreiti sýklanna eru misöflug. Aðrir sjúkdómar, t.d. ómeðhöndluð sykursýki, geta aukið hættuna og umhverfisþættir eins og reykingar skipta miklu máli. Þeir sem hætt er við tannholdsbólgum, hvort sem er vegna upplags eða annarra sjúkdóma, auka margfalt hættuna á stoðvefjatapi með því að reykja.Rannsóknir víða um heim hafa leitt í ljós að reykingafólk er um þrisvar sinnum líklegra en reyklausir til að vera með tannholdsbólgu sem leitt hefur til stoðvefjataps og er að jafnaði með lengra genginn sjúkdóm. Nýleg bandarísk rannsókn áætlaði að um helming allra tilfella þar í landi af tannholdsbólgu með stoðvefjatapi mætti rekja til reykinga. Þó að skaðleg áhrif reykinga komi oft ekki fram fyrr en eftir langan tíma er athyglisvert að rannsóknir á tannholdsástandi ungs fólks á aldrinum 19–30 ára hafa sýnt fram á verra ástand þeirra sem reykja en hinna reyklausu. Einnig hefur verið sýnt fram á að því meira sem reykt er þeim mun meira er stoðvefjatapið.Reykingafólk verður síður vart við einkenni frá tannholdi en reyklausir þó að niðurbrot vefja eigi sér stað. Það er vegna þess að blóðflæði til tannholdsins minnkar og svörun ónæmiskerfisins er slælegri þannig að þroti og blæðing frá tannholdi, sem væri öðrum viðvörun, kemur ekki eins vel fram hjá reykingafólki. Reykingafólk svarar einnig tannholdsmeðferð mun verr en reyklausir. Áhrif reykinga virðast fyrst og fremst koma fram í óæskilegum áhrifum á staðbundið ónæmiskerfi vefjanna og draga úr græðsluhæfni þeirra. Góðu fréttirnar eru þær að komið hefur í ljós að jákvæð áhrif þess að hætta reykingum koma fljótt fram. Það sem tapast hefur kemur að vísu ekki til baka en viðnám og hraði niðurbrots vefjanna hjá þeim sem eru með tannholdsbólgu virðist færast í sama horf og hjá þeim sem aldrei hafa reykt og strax má vænta betri árangurs af meðferð. Höfundur er lektor við tannlæknadeild H.Í. og sérfræðingur í tannholdssjúkdómum.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar