Lífið

Arkitektastofa í kartöflugeymslur

Arkitektastofan Kollgáta á Akureyri hefur eignast gömlu kartöflugeymslurnar í Listagilinu á Akureyri. Logi Már Einarsson, eigandi Kollgátu, segir að ætlunin sé að endurbyggja geymslurnar og flytja starfsemi arkitektastofunnar þangað með vorinu. "Til stóð að rífa geymslurnar í tengslum við framkvæmdir við Brekkuskóla en mér var bent á að þetta gæti orðið hentugt húsnæði fyrir okkur. Nú er búið er að fjarlægja allan jarðveg ofan af geymslunum og verið að einangra þær og verja fyrir vatni og vindum. Á næstunni hefjast svo framkvæmdir inni í geymslunum." Logi segir kostnaðinn við framkvæmdirnar svipaðan og um nýbyggingu væri að ræða en húsnæðið, sem allt verður neðanjarðar, er 95 fermetrar að stærð. Stór gluggi mun snúa út í Listagilið og þar verður einnig inngangurinn. "Það væri vel þegið ef þeir sem eiga myndir sem tengjast geymslunum hefðu samband við okkur því við ætlum að gera sögu mannvirkisins skil á einum vegg arkitektastofunnar," segir Logi Már.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.