Lífið

Kvikmyndahátíðin í Gautaborg hafin

Kvikmyndahátíðin í Gautaborg hófst í gær en það er stærsta kvikmyndahátíðin á Norðurlöndum. Átta norrænar myndir eru í keppni, þar á meðal er heimildamyndin Gargandi snilld eftir Ara Alexander Ergis Magnússon en myndin er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni. Verðlaunafhending fer fram laugardaginn eftir viku. Á hátíðinni verða sýndar alls sex íslenskar myndir. Auk Gargandi snilldar er það Stuðmannamyndin Í takt við tímann, heimildamyndin Mjóddin eftir Róbert Douglas og þrjár stuttmyndir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.