Innlent

Óendurnýjanleg atvinnuleyfi

Verið er að kanna hvort hægt sé að gefa út óendurnýjanleg atvinnuleyfi með svipuðum hætti og óendurnýjanleg dvalarleyfi. Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að atvinnuleyfin virki þá þannig að starfsmaðurinn ávinni sér ekki dvalarleyfi á Íslandi og tryggi honum ekki aðgengi að íslenskum vinnumarkaði til frambúðar. Eins og staðan er í dag þá fá fyrirtæki tímabundna heimild og hún svo framlengd ef aðstæður leyfa. Til að útgáfa á óendurnýjanlegum atvinnuleyfum geti hafist þarf lagabreytingu og er unnið að því.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×