Lífið

Leiðtogar dansrokk-bylgjunnar

James Murphy er forsprakki LCD Soundsystem.
James Murphy er forsprakki LCD Soundsystem.
Það er föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Talað er við Gumma Hösk, miðaldra sölumann sem gaf út instrumental rokkplötu nýverið, Versló frumsýnir nýja leikritið sitt og talað er við yngsta leikskáld landsins, Þórdísi Elvu. Svo er fjallað um hljómsveitina LCD Soundsystem sem er að vekja mikla athygli fyrir hrá og pönkuð dans-rokk lög.  



LCD Soundsystem er hljómsveit James Murphy. Hann er fæddur árið 1970 og ólst upp í úthverfakrummaskuðinu Princeton Junction í New Jersey. Hann lýsir uppvaxtarárunum þannig: "Það var ekkert kvikmyndahús, engin félagsmiðstöð eða keilusalur þannig að það eina sem maður gat gert var að detta í það."

Engar myndatökur

Eftir að skólanáminu lauk vann hann við hitt og þetta, t.d. í plötu- og bókabúðum og sem dyravörður á næturklúbbi, en flutti svo til New York. Hann var í hljómsveitum alveg frá 12 ára aldri. Ein þeirra hét Extremes. Hún spilaði thrash-metal. Önnur hét Pony og var eins og sambland af Pixies og Pavement. Svo var hann í Speedking sem var hugsjónasveit sem ætlaði eingöngu að gefa út smáskífur og neitaði að láta taka myndir af sér. Hann fór svo að pródúsera plötur og þótti góður í því. Hann pródúseraði m.a. Futureworld með Trans Am og Law Of Ruins með Six Finger Satellite. Árið 1999 var hann svo fenginn til að vinna við gerð plötunnar Bow Down To The Exit Sign með David Holmes sem sá síðarnefndi vann að hluta til í New York. Þar hitti hann Bretann Tim Goldsworthy, sem hafði verið í U.N.K.L.E. Tim varð eftir í New York og þeir stofnuðu saman plötuútgáfuna og pródúseratvíeykið DFA, sem er skammstöfun fyrir Death From Above...

The Rapture, Radio 4 og Britney!!

Í byrjun spiluðu þeir James og Tim sem plötusnúðar, en fóru svo að taka upp og gefa út. Þeir uppgötvuðu hljómsveitina The Rapture og pródúseruðu lagið, The House Of Jealous Lovers, sem gerði hana að því sem hún er í dag. Þeir gerðu líka frábært remix af laginu Dance To The Underground með Radio 4 og voru fyrr en varði orðnir leiðtogar í nýrri dans-rokk senu New York borgar. James stofnaði svo LCD Soundsystem fyrir sína eigin tónlist. Þetta hráa og ferska sánd sem einkennir DFA spurðist út og ásóknin í að fá þá James og Tim til að pródúsera er alltaf að aukast. Á meðal þeirra sem hafa óskað eftir samstarfi við þá eru Janet Jackson, Duran Duran og Britney Spears. James Murphy nennti ekki að hringja til baka í Janet, hafði ekki tíma fyrir Duran Duran þó að hann segi í dag að það "hefði getað verið forvitnilegt" og hvað Britney varðar þá gekk það einfaldlega ekki upp. Hún mætti með sína menn í stúdíóið og James var sagt að semja texta með henni. Hann sá að það mundi ekki ganga...

Afganginn af greininni ásamt djammkortinu, tvíförum og fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.