Lífið

Kallarnir.is í tónlistina

Það er kominn föstudagur og Fókus fylgir DV í dag. Að venju er blaðið fullt af skemmtilegu efni. Versló er að fara að frumsýna nýja leikritið sitt, íslensku tónlistarverðlaun Fókus eru í blaðinu og talað er við yngsta leikskáld landsins, Þórdísi Elvu. Svo er viðtal við kallana.is sem stefna nú á frama í tónlistarbransanum. 

"Það er búið að vera fáránleg traffík á síðuna síðan við komum í Fókus og DV," segir Egill Gilzenegger, einn forsprakki hnakkahópsins kallarnir.is og höfundur Fókuspistlanna Kallinn á kæjanum. Á heimasíðu hópsins er að finna lærðar greinar um brúnku, strípur og fleiri áhugaverð áhugamál.

"Í síðustu könnun vorum við í 31. sæti yfir vinsælustu vefsíður landsins. Við náum pottþétt inn á topp 25 bráðum. Það er svo mikið af liði að tapa sér í gestabókinni. Það er ekkert skemmtilegra en að lesa það. En ég held að liðið sem vill okkur ekki sé ófríða fólkið, ekki flottu týpurnar. Fína og fræga fólkið fílar okkur. Ég sé það þegar við förum niður í bæ."

Þessar skyndilegu vinsældir kallanna stíga þeim ekki til höfuðs. Þeir blása til sóknar. "Núna erum við að fara að splæsa í lag. Ég er búinn að tala við Ingó, gæjann sem gerir lögin fyrir Love Guru. Til að gera svona Scooter-lag. Við ætlum samt ekki að stela neinu af Dodda litla. Erum með þrjú, fjögur lög sem við leyfum honum að velja úr," segir Egill.

Afganginn af viðtalinu, djammkortið og fleira er að finna í Fókus sem fylgir DV í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.