Lífið

Lag til styrktar fórnarlömbunum

Lag sem samið var til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu kom út í dag og er reiknað með að það fari beint í efsta sæti vinsældarlista víða um heim. Meðal þeirra sem koma að laginu eru Bee Gees, Boy George, Brian Wilson, Bill Wyman, Russel Watson og Kenny Jones. Vonast er til þess að meira en 200 milljónir króna safnist með sölu lagsins. Í næsta mánuði kemur svo út endurútgáfa af laginu Tears in Heaven með Eric Clapton þar sem stjörnur eins og Elton John, Pink og Gwen Stefani leggja fórnarlömbum hamfaranna lið með því að gefa vinnu sína.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.