Lífið

Mette Marit eignast stjúpmóður

Norska prinsessan Mette Marit, eiginkona Hákonar prins, eignast von bráðar stúpmóður. Faðir Mette Marit, sem er sextíu og átta ára gamall, ætlar að giftast sér helmingi yngri konu, nektardansmeyju sem er aðeins þremur árum eldri en Mette Marit. Sú ætlar nú að læra hjúkrun og hætta að fækka fötum í atvinnuskyni. Hvorki Mette Marit né aðrir úr konungsfjölskyldunni norsku hafa tjáð sig um hjónaband föðurins.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.