Sport

Rooney ekki rannsakaður

Enski landsliðsmaðurinn Wayne Rooney mun ekki sæta rannsóknar af hálfu enska knattspyrnusambandsins vegna atviks sem átti sér stað í leik Manchester United og Liveprool í úrvalsdeildinni á laugardag. Steve Bennett dómari í leik liðanna á Anfield gat þess í leikskýrslu sinni að unglingurinn hefði fagnað marki sínu á vafasaman hátt en eftir markið hljóp hann að Kop stúkunni, þeirri allra heilugustu á Anfield, og gerði eyru sín útstæð framan í áhorfendur. Stuðningsmenn Liverpool höfðu púað á Rooney í hvert sinn sem hann kom við boltann í leiknum og þegar hann fagnaði markinu á þennan hátt var gsm síma kastað í átt að honum. Bennet dómari tók þó einnig fram í skýrslunni að Rooney hefði gert vel að hafa stjórn á sjálfum sér þrátt fyrir fá þessa meðferð frá áhorfendum og í dag úrskurðaði enska sambandið að ekki væri ástæða til að rannsaka framkomu leikmannsins frekar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×