Lífið

The Aviator hlaut þrenn verðlaun

Kvikmyndin The Aviator eftir Martin Scorsese, sem fjallar um auðkýfinginn og sérvitringinn Howard Hughes, var valin besta dramatíska myndin á Golden Globe kvikmyndahátíðinni í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Leonardo DiCaprio hlaut verðlaun fyrir leik sinn í myndinni sem einnig fékk verðlaun fyrir bestu tónlistina. Clint Eastwood hlaut verðlaun sem besti leikstjórinn fyrir myndina Million Dollar Baby. Erlendir fréttaritarar í Holywood veita þessi verðlaun en þau þykja jafnan góð vísbending um hvað koma skal á Óskarsverðlaunahátíðinni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.