Lífið

Meira popp á Saumastofunni

Það er meira popp í loftinu á Saumastofu Kjartans Ragnarssonar nú en fyrir þrjátíu árum. Á morgun gefst landsmönnum kostur á að kynnast saumastofunni á ný eftir langt hlé. Fólk af eldri kynslóðinni man eflaust eftir leikverkinu Saumastofunni sem skrifað var í tilefni af kvennafrídeginum árið 1975. Tíðarandinn í þjóðfélaginu hefur breyst síðan þá og sömu sögu er að segja af Saumastofunni. Agnar Jón Egilsson leikstjóri segir leikritið endurspegla hvað hafi áunnist og hvað ekki. Sem fyrr snýst þetta þó allt um að vinna saman að því að ná árangri og síðast en ekki síst, hafa gaman að því í leiðinni. Sá boðskapur stenst tímans tönn. Að sögn Agnars var nauðsynlegt að skrifa nýtt leikrit til að nálgast tíðarandann. Fólkið sem sá verkið á sínum tíma getur skemmt sér líka núna en verður að sætta sig við það að tímarnir hafa breyst. Auk þess hefur verkið verið poppað töluvert upp.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.