Innlent

Minni gjöld á fasteignir

F-listinn í borgarstjórn mótmælti í vikunni hugmyndum Reykjavíkurlistans um hækkun fasteignagjalda. Listinn telur að óbreytt álagningarhlutfall fasteignagjalda leiði til of mikillar hækkunar vegna 20 prósenta hækkunar fasteignamats. F-listinn styður því hugmyndir um að álagningarhlutfall fasteignagjalda verði lækkað þannig að raunhækkun fasteignagjalda verði ekki umfram hækkun launavísitölu. Minnt er á að margvísleg þjónustugjöld hafi hækkað hjá borginni í lok árs og Orkuveitan gagnrýnd fyrir hækkanir á sama tíma og í ljós komi að kostnaður vegna nýrra höfuðstöðva hafi verið vanáætlaður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×