Detroit hylli Grant Hill 14. janúar 2005 00:01 Í kvöld mun Detroit Pistons taka á móti Orlando Magic í The Palace í Auburn Hills í NBA-körfuboltanum. Viðureignin verður merkileg fyrir það leyti að Grant Hill hjá Orlando Magic, sem lék 6 tímabil með Pistons, olli töluverðu fjaðraþoki á sínum tíma þegar hann fór þess á leit við forráðamenn Pistons að verða skipt frá liðinu. Þá hafði hann leikið með fjórum mismunandi þjálfurum, ótal leikmönnum og var orðinn langþreyttur á ástandinu og árangursþyrstur í meira lagi. Joe Dumars, fyrrum leikmaður Pistons og núverandi framkvæmdastjóri liðsins, var undrandi yfir viðbrögðum fólks, þegar Grant Hill sagði skilið við liðið, og segist hafa skilið sjónarmið hans til fulls. "Mér finnst sérstaklega skrítið að fólk hafi gefið í skyn að vinátta okkar hafi farið forgörðum þegar hann fór til Orlando," sagði Dumars. "Þetta er náungi sem ég hef alltaf stutt í einu og öllu og við erum enn miklir vinir. Ég skildi alltaf að ákvörðun hans var fyrst og fremst körfuboltalegs eðlis en ekki persónulegs," fullyrti Dumars. Dumars sagði einnig að menn ættu rétt á að bæta sig þrátt fyrir mistök. "Segjum sem svo að kærastan þín hætti með þér einn daginn. Þá yrðirðu náttúrulega reiður. Hins vegar ef þú hittir konu drauma þinna stuttu seinna og fyrrum kærastan þín veikist og er nálægt dauðanum - nær sér svo á strik og gerir allt hvað hún getur til að bæta sig, myndirðu þá enn vera reiður?" spurði Dumars. "Ég myndi allavega vilja hugsa sem svo að flestir okkar myndu bregðast við með gleði í hjarta fyrir hönd viðkomandi." "Fólk verður að gera sér grein fyrir því að Pistons var ekki líklegt til afreka á þessum tímapunkti og því borðleggjandi fyrir Hill að leita á ný mið sem hann og gerði," bætti Dumars við. Pistons-aðdáendur voru skiljanlega reiðir þegar Hill fór. Hann gaf oft í skyn að hann myndi koma aftur og margir í stjórn liðsins höfðu fulla trú á því. Kannski var Hill að reyna að lifa í takt við ímynd sína með því að reyna að gera öllum til geðs. Stundum sagði hann fólki það sem hann hélt að það vildi heyra. Ef það er það versta sem hægt er að finna leikmanni til foráttu, þá er ekki svo galinn einstaklingur hér á ferð, sérstaklega ekki ef um er að ræða NBA-leikmann. Þegar Grant Hill kom inn í deildina þá átti hann ekki aðeins að vera góði strákurinn. Hann átti að vera Herra Fullkominn. Hann fékk umsagnir á borð við: "Getur Grant Hill bjargað íþróttaheiminum?" og þar fram eftir götunum. En ef menn telja að Hill hafi búi sér til falska ímynd, þá eru tvo orð í boði fyrir þá sömu: Kobe Bryant. Byggt á efni frá Free Detroit Press Körfubolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Sjá meira
Í kvöld mun Detroit Pistons taka á móti Orlando Magic í The Palace í Auburn Hills í NBA-körfuboltanum. Viðureignin verður merkileg fyrir það leyti að Grant Hill hjá Orlando Magic, sem lék 6 tímabil með Pistons, olli töluverðu fjaðraþoki á sínum tíma þegar hann fór þess á leit við forráðamenn Pistons að verða skipt frá liðinu. Þá hafði hann leikið með fjórum mismunandi þjálfurum, ótal leikmönnum og var orðinn langþreyttur á ástandinu og árangursþyrstur í meira lagi. Joe Dumars, fyrrum leikmaður Pistons og núverandi framkvæmdastjóri liðsins, var undrandi yfir viðbrögðum fólks, þegar Grant Hill sagði skilið við liðið, og segist hafa skilið sjónarmið hans til fulls. "Mér finnst sérstaklega skrítið að fólk hafi gefið í skyn að vinátta okkar hafi farið forgörðum þegar hann fór til Orlando," sagði Dumars. "Þetta er náungi sem ég hef alltaf stutt í einu og öllu og við erum enn miklir vinir. Ég skildi alltaf að ákvörðun hans var fyrst og fremst körfuboltalegs eðlis en ekki persónulegs," fullyrti Dumars. Dumars sagði einnig að menn ættu rétt á að bæta sig þrátt fyrir mistök. "Segjum sem svo að kærastan þín hætti með þér einn daginn. Þá yrðirðu náttúrulega reiður. Hins vegar ef þú hittir konu drauma þinna stuttu seinna og fyrrum kærastan þín veikist og er nálægt dauðanum - nær sér svo á strik og gerir allt hvað hún getur til að bæta sig, myndirðu þá enn vera reiður?" spurði Dumars. "Ég myndi allavega vilja hugsa sem svo að flestir okkar myndu bregðast við með gleði í hjarta fyrir hönd viðkomandi." "Fólk verður að gera sér grein fyrir því að Pistons var ekki líklegt til afreka á þessum tímapunkti og því borðleggjandi fyrir Hill að leita á ný mið sem hann og gerði," bætti Dumars við. Pistons-aðdáendur voru skiljanlega reiðir þegar Hill fór. Hann gaf oft í skyn að hann myndi koma aftur og margir í stjórn liðsins höfðu fulla trú á því. Kannski var Hill að reyna að lifa í takt við ímynd sína með því að reyna að gera öllum til geðs. Stundum sagði hann fólki það sem hann hélt að það vildi heyra. Ef það er það versta sem hægt er að finna leikmanni til foráttu, þá er ekki svo galinn einstaklingur hér á ferð, sérstaklega ekki ef um er að ræða NBA-leikmann. Þegar Grant Hill kom inn í deildina þá átti hann ekki aðeins að vera góði strákurinn. Hann átti að vera Herra Fullkominn. Hann fékk umsagnir á borð við: "Getur Grant Hill bjargað íþróttaheiminum?" og þar fram eftir götunum. En ef menn telja að Hill hafi búi sér til falska ímynd, þá eru tvo orð í boði fyrir þá sömu: Kobe Bryant. Byggt á efni frá Free Detroit Press
Körfubolti Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Í beinni: Noregur - Ítalía | Íslandsbanar gegn Ítölum í átta liða úrslitum Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Liverpool reynir líka við Ekitike Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Steven Gerrard orðinn afi Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Elvar Már til Póllands „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Sjá meira