Leiksoppar lýðræðisins 14. janúar 2005 00:01 Lýðræðið á Íslandi er í kreppu. Yfirgangur og ófyrirleitni áhrifamikilla stjórnmálaforingja sem drottna yfir flokkum sínum hefur grafið undan raunverulegu lýðræði hjá þjóðinni einsog komið hefur fram með ýmsum hætti á síðustu árum. Hlutirnir gerast æ svæsnari líkt og ákvörðun tveggja jarðsambandslausra formanna stjórnarflokkanna um stuðning þjóðarinnar við ólögmætt innrásarstríð í Írak er sorglegt dæmi um. Stuðningur sem hvorki var ræddur meðal þings eða þjóðarinnar og varpar nú djúpum skugga á forsætisráðherraferil Halldórs Ásgrímssonar. Öryrkjamálið, stuðningur við innrásina í Írak, virkjanamálin og fjölmiðlalögin, þar sem átti að setja sértæk lög til að koma tilteknu fyrirtæki á kné og um leið vegið að raunverulegu tjáningafrelsi í landinu, eru allt dæmi um vonda meðferð á valdi þar sem raunverulegt lýðræði er sniðgengið með grófum hætti. Stærsta verkefni stjórnmálanna á næstu misserum er að snúa þessari vondu þróun við og endurreisa raunverulegt lýðræði í landinu. Til þess gefst t.d. kostur við stjórnarskrárbreytingarnar sem til standa. Að sjálfsögðu áttu þau mál sem hér eru nefnd að fara með einum eða öðrum hætti fyrir dóm þjóðarinnar. Það á að vera sjálfsagt mál að við fáum að kjósa beint og milliliðalaust um stóru málin í þjóðfélaginu hverju sinni. Enginn er að tala um vikulegar þjóðaratkvæðagreiðslur. Þróunin yrði líklega sú að einu sinni til tvisvar á ári kysi þjóðin um ákveðin mál. Þetta mega foringjar íhaldsflokkanna ekki heyra á minnst enda héldu þeir því fram að málskot forseta á fjölmiðlalögunum í fyrra væri aðför að borgaralegu lýðræði í landinu! Þvílík reginfirra en hugsunin er skýr og herfilega röng. Á meðal brýnustu breytinga sem gera þarf á stjórnarskránni eru þær að landið verði gert að einu kjördæmi, að þjóðin eigi auðlindir hafs og lands og sett verði inn ákvæði um að tiltekinn hluti okkar geti kallað mál til þjóðaratkvæðis. Þetta eru grundvallaratriði og það á ekki að selja málskotsrétt forseta lýðveldisins fyrir það að við getum sjálf kallað mál til þjóðaratkvæðis. Saman tryggir málskotsréttur forseta og bein aðkoma okkar kjósenda að því að kalla mál til atkvæðis þjóðarinnar raunverulegt lýðræði í landinu gagnvart vondum valdhöfum sem sniðganga raunverulegt lýðræði. Margar aðrar meginbreytingar þarf að gera á lýðræðisumgjörð okkar til að endurreisa raunverulegt lýðræði í landinu. Grundvallaratriði er að landið verði gert að einu kjördæmi og atkvæðarétturinn jafnaður að fullu. Einn maður – eitt atkvæði er hornsteinn lýðræðisins, einsog Héðinn Valdimarsson segir í greinargerð með frumvarpi sínu um málið frá 1927. Jafn atkvæðaréttur er mannréttindi og því verður að jafna hann til fulls. Fyrir því eru engin rök að atkvæðisrétturinn sé ójafn og til að bæta hag byggðanna eru allt aðrar leiðir. Hér ræðir um mannréttindi og um þau á ekki að gera málamiðlanir. Í umræðunni um stjórnarskrárbreytingarnar er mikilvægt að mínu mati að ræða hvort eigi að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu. Margir kostir fylgja því einsog lesa má í skrifum þeirra feðga Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilmundar Gylfasonar. Vilmundur flutti um það sérstakt þingmál sem vert er að draga fram í þessa rökræðu. Með beinni kosningu framkvæmdavaldsins er skilið í fullri alvöru á milli framkvæmdavaldsins og löggjafans. Skilin á milli þessara tveggja þátta í stjórnskipun lýðveldisins eru nú allt of lítil. Það er mikilvægt að auka eftirlitsvald Alþingis með framkvæmdavaldinu sérstaklega, t.d. með tilkomu rannsóknarnefnda þingsins. Í stað öflugs og virks löggjafarvalds er komin upp sú staða að Alþingi virðist gegna því hlutverki að vera stimpilstofnun fyrir framkvæmdavaldið í stað þess að hafa öflugt frumkvæði í lagasetningu og ríka eftirlitsskyldu með störfum framkvæmdavaldsins hverju sinni. Besta og áhrifaríkasta leiðin til að ná fram fullri aðgreiningu á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds er að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu um land allt til fjögurra ára í senn. Þetta fyrirkomulag er að mínu mati mun betra en það sem við búum við og væri til þess fallið að efla raunverulegt lýðræði í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Lýðræðið á Íslandi er í kreppu. Yfirgangur og ófyrirleitni áhrifamikilla stjórnmálaforingja sem drottna yfir flokkum sínum hefur grafið undan raunverulegu lýðræði hjá þjóðinni einsog komið hefur fram með ýmsum hætti á síðustu árum. Hlutirnir gerast æ svæsnari líkt og ákvörðun tveggja jarðsambandslausra formanna stjórnarflokkanna um stuðning þjóðarinnar við ólögmætt innrásarstríð í Írak er sorglegt dæmi um. Stuðningur sem hvorki var ræddur meðal þings eða þjóðarinnar og varpar nú djúpum skugga á forsætisráðherraferil Halldórs Ásgrímssonar. Öryrkjamálið, stuðningur við innrásina í Írak, virkjanamálin og fjölmiðlalögin, þar sem átti að setja sértæk lög til að koma tilteknu fyrirtæki á kné og um leið vegið að raunverulegu tjáningafrelsi í landinu, eru allt dæmi um vonda meðferð á valdi þar sem raunverulegt lýðræði er sniðgengið með grófum hætti. Stærsta verkefni stjórnmálanna á næstu misserum er að snúa þessari vondu þróun við og endurreisa raunverulegt lýðræði í landinu. Til þess gefst t.d. kostur við stjórnarskrárbreytingarnar sem til standa. Að sjálfsögðu áttu þau mál sem hér eru nefnd að fara með einum eða öðrum hætti fyrir dóm þjóðarinnar. Það á að vera sjálfsagt mál að við fáum að kjósa beint og milliliðalaust um stóru málin í þjóðfélaginu hverju sinni. Enginn er að tala um vikulegar þjóðaratkvæðagreiðslur. Þróunin yrði líklega sú að einu sinni til tvisvar á ári kysi þjóðin um ákveðin mál. Þetta mega foringjar íhaldsflokkanna ekki heyra á minnst enda héldu þeir því fram að málskot forseta á fjölmiðlalögunum í fyrra væri aðför að borgaralegu lýðræði í landinu! Þvílík reginfirra en hugsunin er skýr og herfilega röng. Á meðal brýnustu breytinga sem gera þarf á stjórnarskránni eru þær að landið verði gert að einu kjördæmi, að þjóðin eigi auðlindir hafs og lands og sett verði inn ákvæði um að tiltekinn hluti okkar geti kallað mál til þjóðaratkvæðis. Þetta eru grundvallaratriði og það á ekki að selja málskotsrétt forseta lýðveldisins fyrir það að við getum sjálf kallað mál til þjóðaratkvæðis. Saman tryggir málskotsréttur forseta og bein aðkoma okkar kjósenda að því að kalla mál til atkvæðis þjóðarinnar raunverulegt lýðræði í landinu gagnvart vondum valdhöfum sem sniðganga raunverulegt lýðræði. Margar aðrar meginbreytingar þarf að gera á lýðræðisumgjörð okkar til að endurreisa raunverulegt lýðræði í landinu. Grundvallaratriði er að landið verði gert að einu kjördæmi og atkvæðarétturinn jafnaður að fullu. Einn maður – eitt atkvæði er hornsteinn lýðræðisins, einsog Héðinn Valdimarsson segir í greinargerð með frumvarpi sínu um málið frá 1927. Jafn atkvæðaréttur er mannréttindi og því verður að jafna hann til fulls. Fyrir því eru engin rök að atkvæðisrétturinn sé ójafn og til að bæta hag byggðanna eru allt aðrar leiðir. Hér ræðir um mannréttindi og um þau á ekki að gera málamiðlanir. Í umræðunni um stjórnarskrárbreytingarnar er mikilvægt að mínu mati að ræða hvort eigi að kjósa framkvæmdavaldið beinni kosningu. Margir kostir fylgja því einsog lesa má í skrifum þeirra feðga Gylfa Þ. Gíslasonar og Vilmundar Gylfasonar. Vilmundur flutti um það sérstakt þingmál sem vert er að draga fram í þessa rökræðu. Með beinni kosningu framkvæmdavaldsins er skilið í fullri alvöru á milli framkvæmdavaldsins og löggjafans. Skilin á milli þessara tveggja þátta í stjórnskipun lýðveldisins eru nú allt of lítil. Það er mikilvægt að auka eftirlitsvald Alþingis með framkvæmdavaldinu sérstaklega, t.d. með tilkomu rannsóknarnefnda þingsins. Í stað öflugs og virks löggjafarvalds er komin upp sú staða að Alþingi virðist gegna því hlutverki að vera stimpilstofnun fyrir framkvæmdavaldið í stað þess að hafa öflugt frumkvæði í lagasetningu og ríka eftirlitsskyldu með störfum framkvæmdavaldsins hverju sinni. Besta og áhrifaríkasta leiðin til að ná fram fullri aðgreiningu á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds er að forsætisráðherra verði kosinn beinni kosningu um land allt til fjögurra ára í senn. Þetta fyrirkomulag er að mínu mati mun betra en það sem við búum við og væri til þess fallið að efla raunverulegt lýðræði í landinu.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun