Innlent

Sjónarhóll enn ógirtur

Miltisbrandssýkta jörðin Sjónarhóll á Vatnsleysuströnd er enn ógirt þrátt fyrir tilmæli landbúnaðarráðherra um annað. Meira en mánuður er liðinn frá því að þrjú hross drápust á jörðinni. Eigendur Sjónarhóls vilja að jörðin verði girt vestan þjóðvegar og fyrir því þarf að leita samþykkis eigenda nágrannajarða. Upphaflega var áætlað að landbúnaðarráðuneytið myndi kosta til gaddavírsgirðingu á því svæði sem hrossin drápust og að það yrði merkt sem smitsvæði. Frá því hefur verið horfið og sæst á tillögu eigenda jarðarinnar. Héraðsdýralæknir mælir einnig með því að sjóvarnargarður verði styrktur og nýr jarðvegur lagður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×