Innlent

ASÍ segir hið opinbera ábyrgt

Alþýðusamband Íslands segir að opinberir aðilar beri mesta ábyrgð á þeirri miklu verðbólgu sem blasi við, þegar horft sé framhjá hækkun húsnæðis. Á heimasíðu ASÍ er bent á að verðbólga nú í janúar mælist 4%. Hún sé því komin í efri vikmörk verðbólgumarkmiðs Seðlabanka Íslands og að neysluverðsvísitalan hafi ekki mælst meiri frá því á miðju ári 2002.  Alþýðusambandið segir að sú mikla hækkun sem orðið hafi á þjónustugjöldum hins opinbera um áramótin komi fram í hækkun vísitölu neysluverðs, en talið er að ýmsar gjaldskrárbreytingar sveitarfélaga og verðhækkanir hjá raforkufyrirtækjum eigi enn eftir að skila sér inn í vísitöluna. ASÍ segir ljóst að ávinningur launafólks af skattalækkum stjórnvalda sé að miklu leyti dreginn til baka með þessum hækkunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×