Innlent

Tekjur gætu numi sex milljörðum

MYND/365
Fiskifræðingar, sjómenn og útvegsmenn anda nú léttar eftir að svo mikið af loðnu hefur fundist að ástæða er til að stór auka kvótann. Mælingar benda til að óhætt sé að auka vkótann um rúmlega 550 þúsund tonn til íslenskra skipa en auk þeirra mega færeysk og norsk skip veiða úr stofninum til viðbótar við íslenska kvótann. Fyrir leiðangurinn, þegar loðnan fannst, voru menn farnir að óttast að stofninn væri jafnvel hruninn þar sem sáralítið hefði fundist í fyrri leitarleiðangrum. Vertíðin fór vel af stað strax eftir áramót og hefur loðnan hentað vel til frystingar en menn höfðu áhyggjur að lítið aflaðist til bræðslu í mjöl og lýsi. Þá var líka útlit fyrir að hlé yrði gert á veiðunum til að bíða þess að loðnan yrði hrognafull en nú verður vertíðin samfelld. Útflutningstekjur af loðnuafurðum vegna viðbótarkvótans nema um sex milljörðum króna. Góður markaður er nú í Rússlandi fyrir frysta loðnu til manneldis og sömuleiðis fyrir hrogn í Japan.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×