Forvarnir og áfengisneysla 13. janúar 2005 00:01 Unglingar og vímuefni - Rafn M. Jónsson Það voru ánægjulegar niðurstöður sem kynntar voru nýverið um vímuefnaneyslu íslenskra unglinga. Niðurstöðurnar voru afrakstur samstarfsverkefnis 35 landa í Evrópu, þar á meðal Íslands. Verkefnið er það þriðja í röðinni undir yfirskriftinni ESPAD (The European School Project on Alcohol and Other Drugs). Niðurstöðurnar sýna að heldur hefur dregið úr reykingum og áfengisneyslu íslenskra unglinga á aldrinum 15-16 ára og ber að fagna því. Neysla á kannabis virðist standa í stað og eina skuggann sem ber á æsku landsins er að aukning virðist eiga sér stað þegar um notkun sniffefna er að ræða. En í heildina er ástæða til að óska íslenskum unglingum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þessar niðurstöður. Þótt niðurstöðurnar séu góðar og hægt sé að líta á þær sem ákveðinn áfanga er sigur ekki unninn, mikið starf er enn óunnið og ekki má slaka á í forvörnum og fræðslu. Ákveðin umræða um tilslakanir á áfengiskaupaaldri og aðgengi að áfengi á sér stað í samfélaginu. Lögð hefur verið fram tillaga um að lækka áfengiskaupaaldurinn frá 20 í 18 ár og enn fremur er hávær umræða um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Fyrir tillögunum hafa menn svo fært ýmis misgóð rök. Ein þeirra eru að þessi hópur ungmenna drekki hvort sem er, þannig að eins gott sé að leyfa það. Má þá ekki alveg eins leyfa 110 km hraða á þjóðvegum landsins og að fara yfir á rauðu ljósi, við gerum það hvort sem er? Ef tillaga þessi nær fram að ganga leyfum við rúmlega átta þúsund ungmennum á aldrinum 18-20 ára að kaupa áfengi löglega. Ætla má að nú þegar geti hluti ungmenna á þessum aldri sjálfur keypt áfengi. Ef aldurinn verður lækkaður í 18 ár má gera ráð fyrir að sá hópur hliðrist um 1-2 ár. Þar af leiðandi gætu 15-17 ára unglingar keypt áfengi. Samkvæmt niðurstöðum í ESPAD-rannsókninni segjast 88% 15-16 ára eiga auðvelt með að verða sér úti um bjór, 80% um vín og 71% um sterkt áfengi. 11% þeirra sem þátt tóku í könnunni höfðu sjálf keypt áfengi 1-2 sinnum á síðustu 30 dögum þegar könnunin var gerð (sjá mynd 1). Að mínu viti yrði lækkun á áfengiskaupaaldri stórt skref aftur á bak í þeirri jákvæðu þróun sem virðist eiga sér stað hér á landi hvað varðar neyslu 15-16 ára unglinga og um leið í andstöðu við heilbrigðisáætlun rískisstjórnarinnar. Ef áfengi verður selt í matvöruverslunum fellur enn eitt verkfærið sem nýtist í forvarnastarfinu. Á norrænni ráðstefnu um rannsóknir á forvarnastarfi, sem haldin var í Stokkhólmi í byrjun desember 2004, komu fram áhugaverðar niðurstöður sem tengjast þessari umræðu. Meðal annars má nefna að þegar leyft var að selja bjór í búðum í Finnlandi 1969 jókst sala og neysla áfengis um 46% á landsvísu. Gerð var tilraun með sjálfsafgreiðslu, eins og þekkist í verslunum hérlendis, í nokkrum tilraunasveitarfélögum í Svíþjóð. Sú tilraun leiddi til 17% sölu- og neysluaukningar í viðkomandi sveitarfélögum og alls 9% nettóaukningar á landsvísu. Frá því að Finnar lækkuðu áfengisskatta um 44% árið 2004, til að sporna við verslun yfir landamærin, hefur orðið 40% auking á sölu áfengis, 100% aukning á einkainnflutningi áfengis og drykkja á sterku áfengi hefur stigið um 15%. Á árinu var einnig gerð könnun á því hvort unglingar, sem ekki höfðu aldur til, gætu keypt áfengi í verslunum í Finnlandi. Um var að ræða matvörubúðir, bensínstöðvar og sjoppur. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: 46,6% þeirra gátu keypt áfengi, 53,4% ekki. 43,8% stúlkna og 49,3% drengja fengu afgreitt áfengi. Af þessu má sjá að ef aðgengi að áfengi verður auðveldað má gera ráð fyrir aukinni neyslu þess. Þá sýndu niðurstöður að hækkun áfengiskaupaaldurs minnkar neyslu áfengis og að lækkun aldursins eykur neyslu áfengis. Ítrekað var mikilvægi staðbundinna forvarna og er samvinna sveitarstjórnenda og annarra hagsmunaaðila mikilvæg svo hægt sé að byggja upp og viðhalda góðum forvörnum. Gerum ekki afdrifarík mistök í þessum málaflokki án þess að skoða hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Samþykkjum ekki unglingadrykkju með því að auðvelda þeim aðgengi að áfengi, höldum uppi öflugum forvörnum áfram m.a. með því halda því söluformi sem nú er og með þeim aldurstakmörkunum sem nú gilda. Eyðileggjum ekki það starf og þann árangur sem nú virðist vera að skila sér í þeim niðurstöðum sem fyrr er getið. Höfundur er verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna á Lýðheilsustöð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Unglingar og vímuefni - Rafn M. Jónsson Það voru ánægjulegar niðurstöður sem kynntar voru nýverið um vímuefnaneyslu íslenskra unglinga. Niðurstöðurnar voru afrakstur samstarfsverkefnis 35 landa í Evrópu, þar á meðal Íslands. Verkefnið er það þriðja í röðinni undir yfirskriftinni ESPAD (The European School Project on Alcohol and Other Drugs). Niðurstöðurnar sýna að heldur hefur dregið úr reykingum og áfengisneyslu íslenskra unglinga á aldrinum 15-16 ára og ber að fagna því. Neysla á kannabis virðist standa í stað og eina skuggann sem ber á æsku landsins er að aukning virðist eiga sér stað þegar um notkun sniffefna er að ræða. En í heildina er ástæða til að óska íslenskum unglingum og fjölskyldum þeirra til hamingju með þessar niðurstöður. Þótt niðurstöðurnar séu góðar og hægt sé að líta á þær sem ákveðinn áfanga er sigur ekki unninn, mikið starf er enn óunnið og ekki má slaka á í forvörnum og fræðslu. Ákveðin umræða um tilslakanir á áfengiskaupaaldri og aðgengi að áfengi á sér stað í samfélaginu. Lögð hefur verið fram tillaga um að lækka áfengiskaupaaldurinn frá 20 í 18 ár og enn fremur er hávær umræða um að leyfa sölu áfengis í matvöruverslunum. Fyrir tillögunum hafa menn svo fært ýmis misgóð rök. Ein þeirra eru að þessi hópur ungmenna drekki hvort sem er, þannig að eins gott sé að leyfa það. Má þá ekki alveg eins leyfa 110 km hraða á þjóðvegum landsins og að fara yfir á rauðu ljósi, við gerum það hvort sem er? Ef tillaga þessi nær fram að ganga leyfum við rúmlega átta þúsund ungmennum á aldrinum 18-20 ára að kaupa áfengi löglega. Ætla má að nú þegar geti hluti ungmenna á þessum aldri sjálfur keypt áfengi. Ef aldurinn verður lækkaður í 18 ár má gera ráð fyrir að sá hópur hliðrist um 1-2 ár. Þar af leiðandi gætu 15-17 ára unglingar keypt áfengi. Samkvæmt niðurstöðum í ESPAD-rannsókninni segjast 88% 15-16 ára eiga auðvelt með að verða sér úti um bjór, 80% um vín og 71% um sterkt áfengi. 11% þeirra sem þátt tóku í könnunni höfðu sjálf keypt áfengi 1-2 sinnum á síðustu 30 dögum þegar könnunin var gerð (sjá mynd 1). Að mínu viti yrði lækkun á áfengiskaupaaldri stórt skref aftur á bak í þeirri jákvæðu þróun sem virðist eiga sér stað hér á landi hvað varðar neyslu 15-16 ára unglinga og um leið í andstöðu við heilbrigðisáætlun rískisstjórnarinnar. Ef áfengi verður selt í matvöruverslunum fellur enn eitt verkfærið sem nýtist í forvarnastarfinu. Á norrænni ráðstefnu um rannsóknir á forvarnastarfi, sem haldin var í Stokkhólmi í byrjun desember 2004, komu fram áhugaverðar niðurstöður sem tengjast þessari umræðu. Meðal annars má nefna að þegar leyft var að selja bjór í búðum í Finnlandi 1969 jókst sala og neysla áfengis um 46% á landsvísu. Gerð var tilraun með sjálfsafgreiðslu, eins og þekkist í verslunum hérlendis, í nokkrum tilraunasveitarfélögum í Svíþjóð. Sú tilraun leiddi til 17% sölu- og neysluaukningar í viðkomandi sveitarfélögum og alls 9% nettóaukningar á landsvísu. Frá því að Finnar lækkuðu áfengisskatta um 44% árið 2004, til að sporna við verslun yfir landamærin, hefur orðið 40% auking á sölu áfengis, 100% aukning á einkainnflutningi áfengis og drykkja á sterku áfengi hefur stigið um 15%. Á árinu var einnig gerð könnun á því hvort unglingar, sem ekki höfðu aldur til, gætu keypt áfengi í verslunum í Finnlandi. Um var að ræða matvörubúðir, bensínstöðvar og sjoppur. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi: 46,6% þeirra gátu keypt áfengi, 53,4% ekki. 43,8% stúlkna og 49,3% drengja fengu afgreitt áfengi. Af þessu má sjá að ef aðgengi að áfengi verður auðveldað má gera ráð fyrir aukinni neyslu þess. Þá sýndu niðurstöður að hækkun áfengiskaupaaldurs minnkar neyslu áfengis og að lækkun aldursins eykur neyslu áfengis. Ítrekað var mikilvægi staðbundinna forvarna og er samvinna sveitarstjórnenda og annarra hagsmunaaðila mikilvæg svo hægt sé að byggja upp og viðhalda góðum forvörnum. Gerum ekki afdrifarík mistök í þessum málaflokki án þess að skoða hvaða afleiðingar það getur haft í för með sér. Samþykkjum ekki unglingadrykkju með því að auðvelda þeim aðgengi að áfengi, höldum uppi öflugum forvörnum áfram m.a. með því halda því söluformi sem nú er og með þeim aldurstakmörkunum sem nú gilda. Eyðileggjum ekki það starf og þann árangur sem nú virðist vera að skila sér í þeim niðurstöðum sem fyrr er getið. Höfundur er verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna á Lýðheilsustöð.
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun