Innlent

Umhverfisráðuneytið hyggst áfrýja

Umhverfisráðuneytið mun áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá í dag um að álver Alcoa í Reyðarfirði þurfi að fara í gegnum nýtt, sjálfstætt umhverfismat. Héraðsdómur ómerkti þar með úrskurð umhverfisráðherra frá árinu 2003 um að álverið þyrfti ekki að sæta nýju umhverfismati. Það var Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, sem stefndi ríkinu og Alcoa vegna framkvæmdanna í Reyðarfirði og telur hann niðurstöðuna stórmerka. Dómurinn féllst hins vegar ekki á kröfu Hjörleifs um að ómerkja ákvörðun umhverfisráðherra um útgáfu starfsleyfis til handa álverinu. Það mun þó verða Hæstiréttur sem á lokaorðin í málinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×