Innlent

Bera saman epli og appelsínur

Hallur Magnússon, sviðsstjóri hjá Íbúðalánasjóði, segir að greiningardeild Íslandsbanka beri saman epli og appelsínur, þegar hún segir að bankarnir hafi veitt 120 milljarða í verðtryggð íbúðalán en íbúðalánasjóður 17 milljarða frá því bankarnir hófu samkeppni við Íbúðalánasjóð í lok ágúst. Sviðsstjórinn bendir á að um sé að ræða öll fasteignatryggð lán og ljóst sé að einungis lítið brot af útlánum bankanna tengist kaupum á íbúðarhúsnæði. Íbúðalánasjóður láni hins vegar einungis til slíkra kaupa. Í morgunkorni Íslandsbanka er enn fremur vakin athygli á því að útlán Íbúðalánasjóðs skuli ekki hafa aukist eftir að hámarkslánsfjárhæð sjóðsins var hækkuð og samstarf tekið upp við sparisjóðina í byrjun desember. Þó er tekið fram að þau áhrif gætu enn átt eftir að koma fram að einhverju leyti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×