Sport

Thomas Gravesen til Real Madrid

Real Madrid í spænska boltanum mun ganga frá samningi við Thomas Gravesen hjá Everton, samkvæmt nýjustu fregnum frá Spáni. Kaupverðið er tvær milljónir punda eða um 236 milljónir íslenskra króna. Talsmaður Everton sagðist hins vegar ekki vita til þess að liðin hefðu rætt saman um hugsanlega sölu. David Moyes, framkvæmdastjóri Everton, sagði að Gravesen væri ekki á förum frá félaginu. "Við spjöllum reglulega saman og vitum hvar við stöndum. Við viljum ekki missa hann og ég held að komi ekki til þess," sagði Moyes.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×