Innlent

Fyrstu frímerki ársins að koma út

Fyrstu frímerkin og fyrsta smáörkin sem Íslandspóstur gefur út á þessu ári koma út á morgun. Eyjar við Ísland eru myndefni á tveimur frímerkjum og eitt frímerki er gefið út til að minnast þess að 100 ár eru síðan skipulögð skógrækt hófst á Íslandi. Þá er gefin út smáörk í tilefni þess að safnhús Þjóðminjasafns Íslands hefur verið opnað að nýju. Viðey og Flatey á Skjálfandaflóa eru viðfangsefnin í frímerkjaröðinni Eyjar við Ísland en þriðja frímerkið er helgað skógrækt á Íslandi og er myndin úr Hallormsstaðarskógi. Á smáörkinni sem gefin er út í tilefni af enduropnun Þjóðminjasafns Íslands eru næla frá 11. öld, Þórslíkneski frá 10. öld og sverð frá sama tíma.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×