Innlent

Óbreyttar veiðiheimildir

Botnfiskveiðar Færeyinga við Ísland verða óbreyttar á þessu ári frá því sem verið hefur. Þetta var meðal niðurstaðna viðræðna landstjórnarmannsins Björns Kalsös, sem fer með sjávarútvegsmál í Færeyjum og Árna M. Mathiesens sjávarútvegsráðherra á mánudag, en þeir funduðu í Reykjavík til að ræða fiskveiðisamning Færeyja og Íslands. Þá verða í gildi sömu ákvæði og á nýliðnu ári um veiðar á uppsjávarfiski, auk þess sem óbreyttar verða heimildir íslenskra og færeyskra skipa til veiða á norsk-íslenskri síld og kolmunna innan lögsagna landanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×