Innlent

Dýrara í Bláfjöll

Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur hækkaði um áramótin gjöld fyrir skíðaiðkun í Bláfjöllum. Daggjaldið verður 1.200 krónur á dag fyrir fullorðna og 500 krónur fyrir börn þangað til að ný stólalyfta verður tekin í notkun í febrúar. Þá hækka daggjöld á virkum dögum í 1.300 krónur og í 1.500 krónur um helgar. Barnagjald verður óbreytt. Fullorðinsgjaldið var áður 1.000 krónur á virkum dögum 1.200 krónur um helgar. Fullorðnir sem nýta sér eingöngu byrjendalyftur borga 500 krónur. Verð fyrir árskort hækkar úr 13.800 krónum í 16.000 krónur og árskort fyrir börn hækkar úr 6.600 krónum í 8.000 krónur. Gjald fyrir rútuferð frá Reykjavík til Bláfjalla verður áfram 250 krónur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×