Innlent

Vill málsókn vegna logins faðernis

Jón Eiríksson, 77 ára verslunarmaður, taldi sig eiga þrjár dætur með Heiðbjörtu Guðmundsdóttur. Í ljós kom að engin dætranna var hans, heldur hafði Heiðbjört eignast þær með öðrum mönnum. Jón ól dæturnar upp og borgaði síðan meðlag, en fær það ekki endurgreitt. 40 ár liðu frá því að fyrsta dóttirin leit dagsins ljós þar til Jón komst að því, í júlí síðastliðnum, að hann ætti enga dótturina. Það var eftir DNA-próf. Jón kannar nú grundvöll þess að fara í skaðabótamál við fyrrverandi konu sína og leitar lögfræðings sem vill taka að sér málsóknina. Hann segist hafa lifað í blekkingu. Meira í DV í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×